Esjuhlíðar fyrr og nú og samanburður á myndum

slitlagMerkileg frétt var í Morgunblaði dagsins og fjallaði hún um steinsteyptan veg undir Esjunni en sá hefur látið lítið á sjá á fjörtíu árum.Enn merkilegri eru jafnvel myndirnar tvær sem fylgja fréttinni og ég hef hér tekið traustataki.

Eins og sjá má eru myndin frá Vegagerðinni, hægra megin, tekin nákvæmlega á sama stað og sú vinstra megin sem Mats Wibe Lund tók þegar verið var að steypa veginn 1972. Mats er frábær ljósmyndari eins og margir vita og hefur næmt auga fyrir landslagi. Að sjálfsögðu tekur hann mynd þar sem Gunnlaugsskarð og Kistufell fær að njóta sín. Á þeim rúmu fjörtíu árum sem liðin eru hefur skógræktarstarfi við Mógilsá vaxið fiskur um hrygg og er nú allt annað að sjá Esjuhlíðar á þessum stað.

Nokkuð gaman er að ganga um skógræktarsvæðið og ber helst á því ofarlega að að norðanmegin grenitrjáa eru þau næstum kalin en sunnan megin eru þau gróskumikil. Þetta er auðvitað afleiðingin af snörpum og langvarandi köldum vindum sem falla niður af Esjubrúnum og niður í Kollafjörð og oft rífur hann upp skara og sverfur þannig plöntugreyin.

Myndin er tekin rétt fyrir neðan þar sem nú er bílastæði fyrir þá sem vilja ganga upp Þverfellshorn. Þar er umferð alltof mikil og þess vegna er hún fyrir mig orðin einna sísta leiðin á Esjuna til að fara. Vel frekar Kistufell eða Kerhólakamb.

Annars er svo óskaplega gaman að bera gamlar myndir við nútímann. Það hef ég stundum gert hér. Nefna má þessar greinar:

 

Fleirum man ég ekki eftir í augnablikinu. Hins vegar er þetta svona á framkvæmdaplani að velja myndir sem maður kemst yfir og sýna muninn.
 
Ævi manns á jörðu eru þó afar stutt en breytingar á landslagi gerast hægt og oft á árhundruðum eða þúsundum. Undaskilið eru þó jöklarnir en Morgunblaðið gerir ágætlega skil í dag breytingum sem áhugamenn og vísindamenn hafa fylgst með í tugi ára.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband