Enn og aftur fara Rússar illa međ Svía

Skömmu áđur en Sovétríkin hrundu belgdu ţau sig út og ţóttust umtalsvert meiri en ţau í raun voru. Kafbátar ţeirra iđkuđu feluleik í sćnska skerjagarđinum sér til skemmtunar.

Fjöldi tilvika eru skráđ á árunum 1962 til 1988. Allt var ţetta taugatrekkjandi en árangurslaust leitarstarf brćđra vorra í sćnska flotanum. Raunar var ţađ svo í lokin ađ ţetta voru sagđir smákafbátar, gott ef ekki fjarstýrđir. Svona skýringar áttu ađ hjálpa til viđ ađ útskýra árangursleysiđ. Auđvitađ harđneituđu Sovétmenn tilvist kafbáta í sćnska skerjagarđinum en brostu áreiđanlega út undan skegginu.

Ţađ var ekki fyrr en 27. október 1981 ađ kafbátur sigldi upp á sker viđ Karlskrona ađ sćnski flotinn fékk smávćgilega uppreisn ćru. Glottu ţá sćnsk stjórnvöld en Sovétmenn áttu afar illt međ ađ neita glćpnum.

Ţađ sem hins vegar vakti sífellt meiri athygli eftir ţví sem meintum kafbátum fjölgađi í sćnska skerjagarđinum var hversu erfiđlega sćnska flotanum tókst ađ hafa upp á ţeim. Raunar var ţađ svo ađ aldrei tókst ţeim ađ elta uppi einn einasta kafbát. Strand rússneska kafbátsins var ekki sćnskum ađ ţakka.

Eftir ađ Sovétríkin hrundu hefur greinilega ekki mikiđ gerst. Ţrátt fyrir alla sína tćkni er Svíum gjörsamlega ómögulegt ađ finna rússneska kafbáta innan eigin lögsögu og eru ţó nokkur tilvik skráđ um eltingarleiki. Og enn og aftur valsa Rússarnir út og inn um sćnska skerjagarđinn og sćnski flotinn lítur út eins og skátar í skemmtiferđ í árabátum.

Tvennt er nú til ráđa hjá sćnskum. Annađ hvort efla ţeir varnir sínar eđa ţeir taki međ viđhöfn á móti Rússunum eins og hverjum öđrum ferđamönnum. Víst má vera ađ hiđ síđarnefnda gćti styrkt sćnska ferđaţjónustu umtalsvert. Á međan breiđist sama meinfýsna glottiđ út á andliti Kremlverja eins og gerđist ţegar ţeir voru kenndir viđ Sovétiđ.


mbl.is Rússneskt skip á leiđ til Svíţjóđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ţetta er svona ég las um ađ menn islanskir sem voru í Moskvu ađ ţeir hittu á krá nokkar eldri kafbátsforingja sem voru ađ skemta sér ţar,ţar sem íslandingarnir fóru ađ singja komu Rússarnir og tóku ţátt og söđust kunna fullt af Íslenskum lögum ţegar kafbátar ţeirra lágu undan Keflalavik og ţeim leiddist og hlustu sífalt á Utvap keflavik og lćrđu llögun utanađ,og fagnađur varđ mikill!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 20.10.2014 kl. 00:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband