Núna get ég ekki haldið kjafti ...
19.9.2014 | 08:31
Ég segi nei, nú er búið að dæma svokölluð Árna Páls-lög ólögleg, ætti hann þá ekki að vera búinn að segja af sér þingmennsku? Það dettur honum ekki í hug, frekar en að þessir frábæru rannsóknarblaðamenn DV myndu benda á það. Ráðherra sem sat í sömu ríkisstjórn og hann sat í var dæmdur fyrir ólöglegar aðgerðir þegar hún stoppaði af fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár. Ekki var krafist afsagnar Svandísar Svavarsdóttur. Hún var ráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sem einnig hefur verið dæmd, þar var á ferðinni ólögleg mannaráðning. Þetta gerðist svo allt á vaktinni hjá Steingrími J. Sigfússyni, sem í þrígang reyndi að troða Icesave ofan í kokið á okkur, skellti svo milljarða tapi Sparisjóðs Keflavíkur á okkur skattgreiðendur og skrifaði svo heila bók til að reyna að réttlæta voðaverkin. Ekki dettur honum í hug að segja af sér þrátt fyrir eigin loforð um það þegar hann sagðist mundu standa eða falla með Icesave-málinu.
Hvað þýðir það annars að standa eða falla með einhverju? Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur engan dóm fengið á sig í þessu máli, ekki heldur verið ákærð svo núna get ég ekki haldið kjafti og látið sem ég heyri ekki í þessum sjálfskipuðu dómurum sem sjá bara flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga.
Þeir þurfa ekki að vera borðalagðir stjórnmálafræðingar, lögfræðingar eða hagfræðingar sem tjá sig í fjölmiðlum. Hann heitir Ólafur Karl Bergmann, húsasmíðameistari, sem ritar svo snöfurmannlega í Velvakanda Morgunblað dagsins. Í fyrirsögn segir hann Ég get ekki þagað lengur.
Ég staldra bara við Iceave ogólöglega mannaráðningu fyrrverandi forsætisráðherra. Hið fyrra hefði raunar átt að vera nóg til að sú ríkisstjórn segði af sér - þrisvar, ef það hefði verið hægt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðasta ríkisstjórn gerði margt vitlaust. Ég vil þó benda á að hún varð að semja um Icesave því bæði vinaþjóðir okkar og AGS settu það sem skilyrði fyrir því að við fengjum frá peninga. Við getum svo verið sammála um að niðustaða þeirra samninga var léleg en skánaði eitthvað við hvern samning. Ekki gleyma heldur að fyrsti samningurinn var gerður af stjórninni þar á undan.
Einnig vil ég gera örlitla athugasemd við það sem þú ritar um mannaráðningar Jóhönnu og þann dóm sem hún fékk þar. Þú veist alveg að þetta er ekki svona svart/hvítt eins og þú skrifar. Þar var óháður aðili fenginn til að meta umsækjendur og sá ráðinn sem þeir mæltu með og gengið framhjá konu og flokkssystur Jóhönnu sem síðar kærði og vann. Þú kanski utskýrir hvað Jóhanna hefði átt að gera öðruvísi þar.
Að lokum að þá er Hanna Birna ekkert fórnalamb. Hún kom sér í þessa stöðu með því að segja ósatt og fyrir eigin klaufaskap. Það sem hún gerði verður aldrei rétt með því að benda á eitthvað annað.
Ég ætla ekki að gera athugasemd við það sem þú skrifar um hina ráðherrana.
Að lokum þá finnst mér gæta mikillar einföldunar þegar " skoðunarbræður" þínir eru að gagnrína síðustu ríkisstjórn og miða henni saman við þá stjórn sem nú situr. Eru menn búnir að gleyma því að síðasta stjórn þurfti að skera niður ríkisútgjöld um nálægt 80 miljarða á einu bretti vegna " hins svokkallaða hruns" og vann þar í raun sikítavinnuna fyrir þá stjórn sem nú situr. Nú vil ég taka það fram að ég var enginn aðdáandi þeirrar stjórnar en hef það í huga að hún tók við skíta búi.
Baldinn, 19.9.2014 kl. 14:41
Ríkisstjórnir á Íslandi hafa verð mis góðar (eða mis slæmar) við að bregðast við aðsteðjandi vandamálum sem up hafa komið.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er fyrsta ríkistjórn á Íslandi sem var raunveruleg og samfeld ógn við tilveru þjóðarinnar og það með einbeittum vilja.
Snorri Hansson, 19.9.2014 kl. 15:19
Baldinn opinberar sig sem afspyrnu lélegan sagnfræðing - en afar góðan í að halla réttu máli !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2014 kl. 21:34
Hvað varðar lekamálið ógurlega sem er auðvitað einungis stormur í vatnsglasi til þess blásinn að „pönast á{ og „taka niður“ ráðherrann.
Nú er aftur komið alvöru lekamál uppp þar sem ekkert er á huldu um að ráðherra hafi vísvitandi lekið trúnaðarskjali úr ráðuneyti sínu. Já þessi ótrúlega óskammfeilni leki Katrínar úr menntamálaráðuneytinu á trúnaðarskjölum.
Það verður fróðlegt að sjá hversu DV og umboðsmaður auk ríkissaksóknara tekur á því grafalvarlega máli sem hefur kostað marga íslendinga vellaunaða vinnuna og lokað á að menntaskólanám geti tekið 2 ár fyrir þá sem þess óska.
Sömuleiðis var sá skóli að útskrifa ódýrustu stúdenta sem nokkru sinni hafa verið útskrifaðir á Íslandi. Er ástæða fyrir námsmenn eða menntammálaráðherra að fagna slíkri niðurstöðu af völdum lekans - eða er ekki frekar ástæða til að gráta fyrir hönd þeirra sem hafa áhuga á að ljúka menntaskólanámi sínu á tveimur árum ? !
Sá ótrúlega svívirðilegi leki varð til þess að yfir
Fyrir liggur, samanber kæru til ríkissaksóknara, hvernig Katrín afhenti upplýsingarnar. Ekkert slíkt liggur fyrir í núverandi máli vegna Innanríkisráðuneytisins. Í því sambandi er gott að rifja upp hvernig það mál fór af stað í meðfylgjandi umfjöllun sem fengið er að láni úr öðru bloggi :
„ Í umræðunum um lekamálið hefur markvisst verið unnið að því að draga fjöður yfir tilefnið sem að baki því býr. Til að rifja það upp má meðal annars benda á þessa frétt í ríkisútvarpinu frá 20. nóvember 2013:
http://www.ruv.is/frett/haelisleitandi-grunadur-um-mansal .
Hún hefst á þessum orðum:
„Lögreglan leitar enn hælisleitanda sem senda átti úr landi í gær. Útlendingastofnun synjaði manninum um hæli en hann hefur dvalist hér á landi í um tvö ár. Maðurinn er grunaður um aðild að mansali. Lögmaður mannsins fullyrðir að umbjóðandi sinni, Tony Omos eigi von á barni með nígerískri konu hér á landi og því ætti ekki að stía þeim í sundur. Konan er ein af níu nígerískum konum sem hingað komu fyrir um einu og hálfu ári. Nokkrar þeirra voru vanfærar og 7 þeirra dvöldust í Kristínarhúsi, athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og fæddust þar þrjú börn .“““
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2014 kl. 21:40
Það er úti á hafi, Baldinn, að síðasta ríkisstjórn hafi orðið að semja um kúgun. Vildi líka að menn væru oftar með vaðið fyrir neðan sig eins og þessi maður, Ólafur Karl Bergmann.
Elle_, 20.9.2014 kl. 18:31
Og í lokin verðurðu í alvöru óskiljanlegur. Já, já, þau urðu að skera niður um 80 milljarða, segirðu? Hvað í andsk. veldur þá að þau ekki bara sættust kúgun sem gat farið upp í 570 milljarða, heldur börðust fyrir hinni ólöglegu kröfu þessara velda? Gegn börnunum okkar.
Það eru ekki alvöru menn sem leggjast flatir fyrir kúgun eða koma með svona rakaleysu. Þetta var bara skæð ógnarstjórn (fyrir utan svokallaða villiketti sem flúðu VG), man ekki eftir eins mikilli ógn.
Elle_, 20.9.2014 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.