Fundargerð gáfumannaráðs um veðurfar

Fundi gáfumannaráðs veðurspámanna Íslands sitja gáfumenn frá gáfumannaráði og ennmeiragáfumannaráði ásamt minniháttar og minnimáttar. Fundinn sat einnig ritari fundargerðarinnar.

Veðrið í dag heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að veðrið hætti eða það sé í rénun. Ekkert hefur dregið úr úrkomu. Rignir nú víðast um landið og mest þar sem úrkoman er mikil en minna annars staðar.

Lægðir koma og fara á svipaðan hátt og þær hafa gert frá því landsmenn litu fyrst til veðurs.

Þegar ekki skín sól er líkleg ástæða að ský hafi dregið fyrir hana. Þegar það gerist getur verið að það byrji að rigna.

Þrír möguleikar eru taldir líklegast um framvindu veðurs:

  • Rigningin hættir
  • Ekki hættir að rigna
  • Skúraveður, skin á milli
  • Súld (rétt upp hönd sem veit hvað orðið þýðir)
  • Vindur er yfirleitt á móti göngumanni, líka á bakaleið
Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
Frá ennmeiragáfumannaráði: Appelsínur eru appelsínugular, lægðir eru litlausar. Varast ber að líta óvörðum augum til sólar þegar hún sýnir sig. Líklegt er að nú sé farið að hausta en það líður hjá. Langt er til vors en það styttist.

Þessi fundargerð barst mér í morgun. Við hana er fáu gáfulegu hægt að bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Góður!
Þessar "sviðsmyndir" frá Veðurstofunni og Almannavörnum um hugsanlega framvindu gossins (í og) við norðanverðan Vatnajökul er auðvitað að verða harla langdreginn farsi eða eigum við frekar að segja tragísk vitleysa?

Torfi Kristján Stefánsson, 21.9.2014 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband