Ekki nóg að vera sennilegur

Ef stjórnmálamenn gera ekki kröfur til sjálf sín þá eiga kjósendur að fara fram á að þeir skýri mál sitt. Katrín Jakobsdóttir , varaformaður VG, skrifar um efnahagsmál í Moggann í dag, 5. mars á þann veg að lesandinn skilur fátt nema hann gleypi við hrárri matreiðslu greinarhöfundar.

Það er ekki nóg að vera sennilegur og skrifa „Sérstaklega brýnt ...“, „Miklu skiptir ...“ og komast síðan aldrei á kjarna málsins. Það er ekki nóg að hafa mörg orð um mikilvæg mál en segja í raun ekki neitt.

Hvernig ætla Vinstri grænir að bregðast við „geigvænlegum viðskiptahalla og hinni hröðu skuldaaukningu þjóðarbúsins sem af honum leiðir.“? Katrín talar og talar sennilegt mál en bendir ekkert á lausnir. Stór hluti af viðskiptahallanum er neysla almennings, innfluttar vörur sem við kjósendurnir kaupum af þörf okkar eða þarfleysi. Við kaupum bíla, fyrirtæki kaupa flugvélar og skip svo við getum ferðast og aukið neyslu okkar á innfluttum vörum.

Ætlar Katrín að takmarka neyslu almennings? Ætlar hún að koma í veg fyrir að við getum tekið lán til að halda áfram að geta keypt það sem okkur lystir? Með hvaða ráðum ætlar hún að koma í veg fyrir að almenningur, þ.e. kjósendur, haldi áfram neyslu sinni? Með öðrum orðum: Hvernig ætlar hún að grípa inn í markaðinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband