Eru allir KR-ingar inni við beinið eða hvað?

Þjálfararnir í Pepsi-deildinni eiga það flestir sameiginlegt að hafa spilað sjálfir áður en þeir fóru út í þjálfun. Meira en helmingur þjálfaranna í deildinni á annað sameiginlegt en það er að hafa spilað með KR. Rúnar Kristinsson, Ólafur Helgi Kristjánsson, Bjarni Guðjónsson, Heimir Guðjónsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Magnús Gylfason eiga allir leiki með KR í efstu deild, mismunandi marga þó. Guðmundur Benediktsson, verðandi þjálfari Breiðablik, spilaði fjölda leikja  með KR og aðstoðarmaður hans, þingmaðurinn Willum Þór Þórsson, sömuleiðis. Eru allir KRingar inn við beinið, eða hvað!
 
Nú er Íslandsmótið í fótbolta að byrja og í dag fylgdi Morgunblaðinu aukablað um liðin í efstudeild karla, sem raunar er kennt við vont. Í umfjölluninni las ég ofangreint úr pistli eftir Guðmund Hilmarsson, blaðamann Moggans. Fannst þetta ansi skondið hjá honum og bendir til, eins og segir í niðurlagi tilvitnunarinnar, að allir séu eiginlega KR-ingar inni við beinið.
 
Spurningin er þá sú hvort Samkeppniseftirlitið leyfi að knattspyrnuleikir fari fram þar sem þjálfarar eru innherjar hjá einu og sama félaginu. KR-ingar eru að leika við KR-inga og allir eru sammála um að KR verði Íslandsmeistari. Einfaldara getur þetta ekki verið.
 
En sem betur fer eru leikreglur í fótboltanum aðrar en í viðskiptum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Einu sinni KR ingur altaf KRingur.

Eyjólfur G Svavarsson, 2.5.2014 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband