Ónógt hlutafé, áætlunum ekki fylgt og salan bregst eða hvað?

Þegar fyrirtæki er stofnað þykir tilhlýðilegt að gera áætlun um rekstur og að auki tryggja fjármögnun þess. Vanir menn gera sumsé rekstrar- og efnahagsáætlun. Því ítarlegri sem hún er því betur gengur fyrirtækið.

Vissulega kunna áætlanir að bregðast. Oftast er má um að kenna mannlegum mistökum í áætlun, stundum er ekki farið eftir fyrirframgerðri áætlun, freistingar koma upp, fleiri tæki eru keypt, meiru er eytt í fínerí en minna lagt upp úr því sem öll fyrirtæki lifa á ... sölustarfinu.

Bjartsýnir menn stofna fyrirtæki með flottu nafni. Konunglega kvikmyndafélagið er dálítið gassaleg nafngift en ekki er víst að reksturinn hafi verið slæmur.

Tvennt vekur þá athygli í frétt mbl.is um hið Konunglega. Hið fyrra er að reksturinn skuli vera kominn í óefni eftir aðeins tveggja mánaða starfsemi. Hið seinna er að fyrirhuguð hafi verið hlutafjáraukning síðar á árinu og það til viðbótar þeirri sem fór fram á rétt rúmu ári áður en fyrirtækið tók til starfa.

Þetta bendir til eftirfarandi:

 

  • Fyrri hlutafjársöfnun hafi verið ónóg og rekstur tveggja mánaða hafi hreinlega étið hana upp. 
  • Tekjur fyrirtækisins hafi reynst miklu minni en ráð var fyrir gert, það er auglýsingasalan hafi mistekist og þess vegna gekk á eigið fé, t.d. launagreiðslur.
  • Útgjöld fyrirtækisins hafi farið úr böndunum, t.d. að rekstrarfé hafi verið notað til tækjakaupa sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum eða of margt starfsfólk ráðið o.s.frv.
Með ofangreindu er ekki verið að gera lítið úr aðstandendum Konunglega kvikmyndafélagsins. Vandinn þess er þó í hnotskurn sá sem margir lenda í eftir að hafa farið af stað í rekstur með mikilli bjartsýni en litlum undirbúningi.

 

Oft reddast þetta allt saman en ekki er mikið á það treystandi, betra er að undirbúa rekstur vel, fjármagna hann eðlilega, sinna umfram öllu sölunni og ... fylgja vel gerðum rekstraráætlunum. 


mbl.is „Viljum ekki skuldsetja félagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurður ef þú hefur kíkt á dagskrá þessara 2 stöðva þá kæmu þessar fréttir ekki á óvart.  Ég held að stöð sem eingöngu ætlar að gera út á lífsstílsþætti í anda Völu Matt sé glötuð hugmynd.  Hvað þá 2. Það er einfaldlega svo mikið framboð af fríu efni að ayglýsendur á svona örmarkaði eins og ísland er, standa ekki undir fleiri sjónvarpsrásum til viðbótar við opna vefmiðla.  Að fara gegn 365 miðlum held ég að hafi aldrei verið raunhæft.  Drengirnir höfðu einfaldlega ekki nógu djúpa vasa og buðu ekki upp á nógu spennandi efni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.4.2014 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband