Einstaklega falleg frásögn

Frásögnin af feðgunum Geir Gunnlaugssyni, lækni, og syni hans Gunnlaugi er falleg. Hún hefur engu að síður stærri skírskotun en ætla mætti í fljótu bragði.

Ekki aðeins er hún um fórn sem annar aðilinn telur sjálfsagða og hinn kann að þiggja - það síðarnefnda er ekki svo einfalt sem margir hyggja.

Sagan segir okkur líka frá því hversu fjölskyldan skiptir miklu máli í þjóðfélaginu, þrátt fyrir allar breytingar á menningu, búsetu og aðstæðum. Hún segir okkur líka þá einföldu staðreynd að fólk leitar til þess sem gefur því frið og markmiðið hvers og eins er að geta notið tilverunnar með sínu fólki, stundað störf sem gerir kleift að eignast húsnæði, mat og annað sem hugur hvers og eins stefnir að.

Á ferðum mínum hér á landi og erlendis hef ég fundið þann eina sannleika sem ég held að öllum sé æðri og hann er sá að fólk vill fá að vera í friði með þeim sem það kann vel að umgangast. Þetta segir fólk beint og óbeint hér á landi, í Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku. Ábyggilega 90% fólks er gott fólk. Svo eru það hin tíu prósentin sem, þeir sem ávallt tekst að eyðileggja fyrir öðrum með yfirgangi, spillingu og þaðan af verra. Dæmin eru allt í kring, í öllum heimsálfum.

„Það kom aldrei neitt annað til greina,“ sagði Geir Gunnlaugsson. Því miður er það svo að víða um lönd virðist allt annað vera ráðandi en þessi einfalda speki.

 


mbl.is Geir landlæknir gaf syni sínum nýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband