Engar samningaviðræður, enginn pakki - aðeins aðildin ein

...hvað er forsvaranlegt að eyða miklum fjármunum í að mennta þjóð sem, þrátt fyrir einhverja lengstu skólagöngu í heimi, nennir ekki að lesa sáraeinfaldan texta? Skilur ekki að það eru engar samningaviðræður í gangi. Skilur ekki að það er enginn pakki til að kíkja í. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) er einstaklega skýr í þessum efnum. Viðræðurnar snúast um tímasetningar upptöku 100.000 blaðsíðna af regluverki sambandsins. Ekkert annað.

Á einfaldan hátt rökstyður Ragnhildur Kolka, námsmaður í HÍ, þá ótrúlegu staðreynd að meirihluti landsmanna virðist ekki vita út á hvað viðræðurnar við Evrópusambandið ganga. Þetta gerir hún í grein í Morgunblaði dagsins og nefnist hún „Ef greind er normið þá fyrst verður heimskan áhugaverð“. 

Ragnheiður er ritar góða grein og færir góð rök fyrir máli sínu. Hún segir:

Skýrsla HHÍ gerir ágæta grein fyrir landbúnaðarkaflanum. Margumræddar undanþágur Finna og Svía vegna heimskautalandbúnaðar eru aðeins tímabundnar og getur sambandið, hvenær sem er, ákveðið að þessar tvær þjóðir hætti að styrkja þessa útkjálkabændur. Sjávarútvegurinn er enn ólíklegri til að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. Auðvitað geta menn bundið vonir við að fá tímabundinn ráðstöfunarrétt á ca. 100 dósum af síld eins og Malta, en þó er líklegra að Evrópusambandið haldi sínu striki eins og Norðmenn fengu að reyna þegar þeir sóttu um síðast. „Ausgeschlossen“, fiskimiðin skulu vera undir stjórn ESB og ekkert múður.

Þeir sem ekki eru fullkomlega sannfærðir um réttmæti orða Ragnhildar ættu einfaldlega að lesa reglur ESB um aðildarumsókn, lesa að auki skýrsluna sem hún nefnir og íhuga orð stækkunarstjórans þegar hann sagði að Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra, viðstöddum, að engar varanlegar undanþágur væri gefnar frá umræðuefni umsóknarþjóðarinnar í 35 köflum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband