Vörumst að seinka eða flýta klukkunni, hún er ágæt eins og hún er

Því hefur verið haldið fram, að seinkun klukkunnar myndi hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif. Líkamsklukkan fari eftir gangi sólar og það valdi togstreitu þegar staðarklukkan gangi ekki í takt við birtutímann. Þarna gleymist að raflýsing hefur líka áhrif á líkamsklukkuna og raskar því hinni náttúrulegu sveiflu. Í nútímaþjóðfélagi ræður sólarljósið ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Það er því ólíklegt að það hefði umtalsverð áhrif á heilsu fólks að seinka klukkunni.

Hér er vel mælt enda skrifar hér Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, í Morgunblaðið í morgun. Hann fjallar um eina af þessum óskynsamlegu tillögum sem fram koma á Alþingi af og til og er einna helst stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem stendur að þeim.

Þorsteinn hefur nær reglubundið skrifað um seinkun eða flýtingu klukkunnar en svo virðist sem margir taki lítt mark á honum en halda fram vanhugsuðum hugmyndum. Hið nýjasta er þetta um „líkamsklukkuna“ og við því hefur maður ekki átt önnur svör en að henni líður best fari maður snemma að sofa sé ætlunin að vakna fyrir allar aldir.

Í grein sinni bendir Þorsteinn Sæmundsson á þetta með líkamsklukkuna og sólarljósið og segir það ekki er ekki eins afgerandi og við leikmenn héldum. Auðvitað hefur raflýsingin áhrif á þessa klukku ef hún er þá til.

Höfuðmarkmiðið með stillingu klukkunnar hlýtur að vera það að samræma sem best birtutíma og vökutíma. Fullkomið samræmi næst aldrei, allra síst í norðlægum löndum eins og Íslandi þar sem bjart er allan sólarhringinn um hásumarið en dimmt mestan hluta sólarhrings í skammdeginu.

Þegar samþykkt var að skipta jörðinni í tímabelti árið 1883 var við það miðað að hádegi í hverju belti skyldi vera sem næst klukkan 12. Í reynd hafa mörg lönd vikið frá þessum beltatíma, yfirleitt í þá átt að flýta klukkunni til þess að fá betra samræmi milli birtutímans og þeirra vökustunda sem menn hafa tamið sér.

Að tala um rétta eða ranga klukku er villandi; stilling klukkunnar verður að fara eftir því hvað menn telja hentugast á hverjum stað og tíma.

Ég bendi fólki á að lesa þessa grein eftir Þorstein og veit að að lestrinum loknum verða fleiri á þeirri skoðun að frekari umræður eru óþarfar. Fyrir alla munum vörumst að hræra í klukkunni. Og þeir hjá Björtu framtíðinni gætu átt hana enn bjartari með því að fara fyrr að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég veit ekkert um líkamsklukkur en hitt veit ég að klukka í hverju landi á að vera rétt og þegar sól er í hádegisstað í Mýrdalnum þá á klukkan að vera tólf á Íslandi. 

Allt annað er fölsun því Ísland er ekki stærra en svo að það þarf ekki nema eina klukku.

Hringl með klukkuna er eins og allt hringl, tóm vitleysa.  Ég hef alltaf getað lagað mig að hverjum tíma og unnið hvenær sem er sólarhringsins.    

Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2014 kl. 15:38

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki vissi ég um mikilægi Mýrdals að þessu leyti, þó gerði ég ráð fyrir að þar væru klukkur gangvissar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.2.2014 kl. 15:46

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í sjón kasti þá sýnist Mýrdalur vera fyrri miðju landi, en annars þurfti ég ekkert að nefna nein nöfn ef það plagar. 

Nægilegt hefði verið að segja þegar sól er í hádegisstað fyrir miðju landi, en ekki er vist að það hefði hugnast neitt betur.  En sama er mér og fyrirgefðu afskiptasemina.   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2014 kl. 16:20

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, alls ekkert að afsaka eitt eða neitt. Fannst bara skemmtilegt að sjá Mýrdalinn þarna en auðvitað er rétt skýring á tilveru hans þar sem hann er fyrir miðju. Alltaf fróðlegt að fá athugasemd frá þér, fagna því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.2.2014 kl. 16:29

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í Austurríki þar sem dóttir mín býr er hún óánægð með að flýta klukkunni, það er að vísu bartara á morgnana, en það er orðið aldimmt um hálf fjögur um daginn, einmitt þegar börnin eru að koma heim úr skólanum og því búin að missa af deginum. Það er margt sem þarf að leiða hugan að áður en við förum að rótera klukkunni. En misminnir mig var ekki einmitt eitthvað róterí á klukkunni hér, áður fyrr?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 16:36

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Sigurður.

Sjálfur hef ég unnið vaktavinnu nánast alla mina starfsævi, eða hátt í fjóra áratugi. Það segir að nærri tveim þriðju minnar vinnu hef ég skilað utan venjulegs dagvinnutíma og nærri einum þriðja hennar á þeim tíma sem flestir landsmenn sofa.

Því hefur verið útilokað fyrir mig að vaka eða sofa í samræmi við "líkamsklukku" eða sólklukku og samkvæmt kenningum sumra "sérfræðinga" ætti ég sennilega að vera löngu dauður!

En málið er einfallt, það er sama hvenær sólahrings fólk sefur, svo framarlega sem það fær nægann svefn. Svokallaður djúpsvefn, sem talinn er lífsnauðsynlegur til langri tíma, kemur eftir ákveðna hvíld. Hann fer ekki eftir sólargangnum, heldur hvort viðkmandi fær nægann svefn. Þessi nauðsynlegi djúpsvefn kemur undir loka svefntíma hvers og eins, að því uppfylltu að nægur svefn hafi verið til staðar.

Því mun breyting klukunnar engu breyta í þessu sambandi. Ef við seinkum henni munu þeir sem nú ekki drulla sér í rúmið á skikkanlegum tíma, vaka enn lengur. 

Það er því sjálfur svefntími sem ræður, ekki hveær hann er tekinn. Svo má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að svefnþörf fólk er mismunandi. Sumum nægir stuttur svefn meðan aðrir þurfa langann. En það breytir ekki þeirri staðreynd að djúpsvefninn kemur alltaf undir lok þess svefntíma sem viðkomandi þarf. 

Gunnar Heiðarsson, 14.2.2014 kl. 16:43

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ásthildur, ég var bara krakki þá en man þó eftir tómu veseni vegna klukkunnar.

Gunnar, sammála þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.2.2014 kl. 22:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, það minnir mig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 23:35

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á að jafnvel þótt klukkunni yrði seinkað um klukkustund verður hún áfram 30-40 mínútum of fljót í Reykjavík.

Ómar Ragnarsson, 15.2.2014 kl. 02:20

10 Smámynd: Guðmundur Þór Björnsson

'Eg man svona aðeins þá tíð er við breyttum klukkunni. Þetta hefur verið framundir ´70. Hvaða vesen eruð þið að vitna í?? Man ekki eftir neinu slíku. Bý núna vestan við pollinn þar sem klukkunni er alltaf breytt og verð ekki var við neitt vesen. Bara alls ekki neitt. Er nú þeirrar skoðunar að það sé betra að vinnudagurinn sé eins bjartur og hægt er. Einnig fullkomlega sammála því að menn komi sér í háttinn í samræmi við hvað bíður daginn eftir. 'An þess að vilja tileinka mér neina sérstaka þekkingu á málinu þá er ég nú þeirrar skoðunar að ef hádegið á 'Islandi er um klukkan 2 (14:00) þá mætti kannski skoða að leiðrétta klukkuna á einhverra ára fresti á landinu okkar.

Guðmundur Þór Björnsson, 15.2.2014 kl. 02:48

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

Að hringla með klukku allra landsmann vegna þess að einhverir sérvitringar vilja það er regin vitleysa. Á sumrin er bjart og þá skiptir eingu hvað klukkan er, fólk getur alltaf notið útiveru. Á veturna er dimmt. Ef fólk vill endilga breyta klukunni ætti það að gera það þannig að á veturna komi sólin upp um 5 leytið um eftirmiddag, þegar fólk er að fara heim úr vinnu og setjist síðan upp úr kvöldmatartíma. Þá væri sólin i hádegisstað milli klukkan 6 og 7 um kvöldið, þannig að fólk hefði tíma til að njóta birtunnar. Þannig yrði dagurinn "eins bjartur og hægt er". 

Sjálfum finns mér slíkt hringl með klukkuna vera regin bull. Ef fólk vill njóta birtunnar ætti það að semja við vinnuveitanda sinn um að byrja snemma og fara heim snemma eða fá langt hlé í hádeginu.  Klukkan tólf á hádegi á að vera sem næst þeim tíma þegar sólin er hæst á lofti. Þetta er grundvallaratriði og frávik frá þessu valda bara ruglingi.

Hörður Þórðarson, 15.2.2014 kl. 06:17

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ljóst er að klukku mál geta orðið að trúmálum rétt eins og Evrópumál, þess vegna á að hafa klukkuna eins rétta jarðfræðilega og kostur er. Svo geta menn vaknað til vinnu hvað sem klukkunni líður, en það er nokkuð sem stéttarfélögin Þurfa þá að koma sér saman um og mætti alveg láta þau koma sér saman um fleira, en það er önnur saga.   

Ég bjó í byggðarlagi í um 30 ár þar sem vinna hófst klukkan sjö og það skapaði ekki önnur vandamál en þau að sumir geta aldrei mæt til vinnu á réttum tíma. Síðan hef ég búið í um 20 ár í byggðarlag þar sem vinnudagur hefst klukkan átta og þar eru heldur eingin önnur vandamál,  Sumir geta bara aldrei vaknað til vinnu á réttum tíma. 

En af því að við feðgar vorum sjálfstætt starvandi þá ætluðum við að hefja vinnu klukkan sjö af gömlum vana, en það var ekki hægt vegna þess að byggðarlagið var sofandi. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2014 kl. 07:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er spurning af hverju þetta hringl með klukkuna var lagt af. Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því.

En meðan ég var að vinna, þá byrjum við ég og mitt fólk kl. 7 á morgnana, tókum bara 10 m. pásu og hálftíma í mat, og vorum búin að vinna og vorum búin hálf þrjú, en unnum samt til hálf fjögur mánudaga og þriðjudaga og vorum búin um hádegisbil á föstudögum. Fyrir utan hvað veðrið er oft yndislegt á morgnana, þ.e. á sumrin þá voru allir mínir menn ánægðir með þetta fyrirkomulag, og það vannst meira, því þegar fólk fer í mat og kaffi, fer alltaf einhver tími í að koma sér af stað aftur. Með því að setjast niður með nesti, eru allir á sama stað. Það sem ég lagði mest upp úr var stundvísi og góður mórall á vinnustað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband