Verður vorið eins og í Prag eða hið arabíska?

Þær tillögur SamBesta í samgöngumálum ganga helst út á það að stífla umferð og að fækka bílastæðum. Eðlilega standa þeir þrír fjórðu hlutar Reykvíkinga sem ferðast um á bílum gegn slíku og reyna að finna sér fulltrúa við hæfi til þess að fara með umboð þeirra við skilvirka stjórn borgarinnar.

Þetta er úr góðri grein sem Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur, skrifar í Morgunblaðið í morgun. Hann gerir lýðræðið í Reykjavíkurborg að umtalsefni, aðgerðir borgarstjórnarmeirihlutans og stöðu þriggja kvenframbjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins að umtalsefni.

Hann ræðir einnig um oddvita framboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og segir:

Mun Halldór Halldórsson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stinga furðuhugmyndum sínum um þverun Skerjafjarðar (að hætti Kolgrafafjarðar) undir stól þar sem ESBfylgni hans á líka að vera? Getur hann sameinað hópinn? Allir aðrir kostir eru arfaslakir, nema komi upp úthverfaframboð sem ýtir hagsmunum ríkjandi 101-lattehópsins almennilega til hliðar. Framsókn mun varla koma til bjargar í borginni eins og tókst í landsmálunum og vinstri hópar eru í sjóræningjaleik eða að gefa fuglum úti á miðri Hofsvallagötu.

Langt er til vors. Vonum að það verði ekki eins og vorið var í Prag eða hið arabíska. Við biðjum bara um almennilega borgarstjórn. 

Ég held að flestir borgarbúar geti tekið undir þessi orð Ívars, að minnsta kosti niðurlagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband