Ótrúverðugt Landeigendafélag innheimtir glápgjald

Landeigendafélag Geysis kann sig ekki. Það ætlar að innheimta skoðunargjald sem flestir nefna „glápgjald“ en bjóða enga þjónustu í staðinn. Þetta er svo ótrúverðugt sem mest má vera. Sé eitthvað spunnið í þessa Geysismenn þá hefðu þeir fyrst tekið til hendinni, hafið uppbyggingu og lagfæringar á svæðinu og síðar innheimt gjald.

Bjóddu upp á þjónustu og rukkaðu síðan fyrir hana. Er það ekki lágmarkið. 

Nei, þeir virðast ekkert vita hvað þeir ætla að gera. Þeir hafa ekki lagt fram neinar áætlanir, hvorki um skipulag né kostnað. Hafa ekki sótt um leyfi fyrir neinar breytingar á svæðinu. Svo taka ákvarðanir án þess að eigandi þriðjungsins fái að vera með, það er ríkið. Hvernig er hægt að vinna svona? Hversu ótrúverðugir ætla þeir sér að vera.

Sú meinlega hugsun læðist síðan að almenningi í landinu að verið sé að hafa fólk að féþúfu án þess að neitt eigi að ganga til endurbóta, lagfæringar eða uppbyggingar. Nú stendur það upp á Landeigendafélag Geysis að sýna fram á að hið gagnstæða. 

 


mbl.is Geta ekki beðið eftir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er auðvitað í hnotskurn hvernig margir hér hugsa: Græða sem mest en leggja ekkert til á móti. Þannig mun rányrkja hér á landi halda áfram þangað við erum búin að eyðileggja allt sem gæti næstu kynslóðunum verið að gagni. Sjálfbærni hvað?

Úrsúla Jünemann, 10.2.2014 kl. 18:06

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Var á ferðalagi í suður Englani í haust, skoðaði fjölmarga staði, og þar kostaði skoðun á nær alla þetta frá 900 - 3000 kr. en mjög almennt verð var um 10 pund eða ca 1880 kr. svo að yfir hverju er verið að kvarta? Er það græðgi?

Hörður Einarsson, 11.2.2014 kl. 00:26

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ágúst, hafði þessa pistla þína í huga.

Hörður, lestu pistilinn, þar kemur fram gagnrýni á að ekkert hefur verið gert og ekkert er fyrirhugað nema eitthvað óljóst tal, ekkert skipulag, engin fjárhagsáætlun. Er ekki í lagi að gagnrýna gjaldtöku á þeim forsendum?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.2.2014 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband