Talsvert um jarðskjálfta við sunnanverðan Langjökul

Langjökull

Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á jarðskjálftum við sunnanverðan Langjökul. Raunar hefur verið svo frá því í haust. Þetta telst til nokkurra frétta því tíðindalaust hefur verið þarna í mörg ár, eftir því sem minni þess sem hér ritar dugar. Þó voru nokkrir snarpi skjálftar þar í lok mars í fyrra.

Jarðaskjálftarnir síðustu daga hafa verið suðvestan við Jarlhettur en svo nefnist móbergshryggur sem einu sinni voru þaktir jökli en hafa smám saman losnað úr viðjum hans eftir því sem Langjökull hefur hopað. Hryggurinn er um sextán kílómetra langur og í honum eru um tuttugu tindar og sá hæsti heitir Tröllhetta og er um 960 m hár.

Stærsti skjálftinn að þessu sinni var um 2,5 stig en flestir hafa verið yfir einu stigi. Skjálftarnir hafa nokkrir samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar verið tiltölulega grunnir en flestir þó á meira en fimm kílómetra dýpi.

Á meðfylgjandi mynd sést staðsetning skjálftanna samkvæmt jarðskjálftavakt Google Maps. Sú heimild er þó ekki ýkja góð, að minnsta kosti er nokkuð mikill munur á henni og Veðurstofu Íslands sem vér hérlendir tökum meira mark á. Framsetningin hjá Google Maps er þó til mikillar fyrirmyndar þó fjöldi skjálfta og staðsetning sé bundin nokkurri ónákvæmni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband