Skrökvar frambjóðandinn eða veit hann ekki betur?
9.2.2014 | 14:50
Ég vil ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kjósa um aðildarsamning. Ná þarf sem hagstæðustu samningum fyrir allar atvinnugreinar og almenning og leggja niðurstöðuna í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég treysti dómgreind þjóðarinnar í þessu stóra máli.
Hún virðist ekki betur að sér en þetta, frambjóðandinn til formennsku í Samtökum Iðnaðarins, Guðrún Hannesdóttir Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri og einn af eigendum Kjöríss hf. í Hveragerði. Hún hefur líklega ekkert kynnt sér hvaða reglu Evrópusambandið gera til ríkja sem sækja um aðild. Eða segir hún ósatt.
Í stuttu máli sækir ríki um aðild og samþykkir á ákveðinn hátt öll lög, reglur og stjórnsýslu ESB. Punktur. Þetta er gert á þann hátt að ESB ræðir við aðildarríkið sem þarf að sýna fram á hvernig lög, reglur og stjórnsýsla ESB hafi verið tekin upp af umsóknarríkinu eða muni gera það.
Enginn samningur er gerður milli ESB og umsóknarríkis. Alls enginn. Ætlunin er að umsóknarríkið gangist að fullu og öllu undir stjórnarskrá ESB, Lissabonsamninginn.
Hvenær í ósköpunum ætla ESB sinnar að læra einföldustu umsóknarferlisins?
Ég veit ekki hvort er verra fólk sem mælir af vanþekking eða þeir sem hreinlega skrökva. Í öðrum hvorum flokknum er Guðrún Hafsteinsdóttir - að minnsta kosti hvað þetta umfjöllunarefni varðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér í öllu sem þú segir. Evrópusambandið sjálft kallar þetta einitt aðlögunarviðræður þetta ferli sem við höfum verið í, en dr. Össur Skarphéðinsson sótti um inngöngu í Evrópusambandið á sínum rtína en ekki að semja um eitthvað fyrirfram til þess að sjá hvort við myndum síðan sækja formlega um í framhaldi þess sem við sjáum í samningi. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig á eyrinni hjá þessu sambandi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 15:12
Guðrún er Hafsteinsdóttir, svo því sé haldið til haga. Og í innlimunarferlinu hafa umsóknarríki rétt á tímabundnum undanþágum frá hinum almennu reglum. Um það snýst samningaferlið væntanlega. En auðvitað er um innlimun að ræða þar sem smáríki mega sín lítils.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2014 kl. 15:30
Trú komunista var að sælan væri hjá Stalín. Þeir fóru í austur að skoða og komu til baka og lömdu og köstuðu grjóti í lögreglumenn af því að Stalín hafði kennt að svo ætti að gera. En þetta var fyrir löngu síðan og það á ekki að núa kommum uppúr fortíðinni, en þeir eiga að hund elta og lögsækja hina, enda kenndi Stalín að svo ætti að gera.
Sagan endurtekur sig en nú er það Evrópusambandið en ekki Soféttið sem er dýrðar höllin. Framgangurinn er sá sami og byggir á trú, nákvæmlega samskonar öfgatrú og íslam byggir á. En trú er bara trú og trú er ekki endilega staðreynd, en þetta heimska fólk varðar ekkert um það því það skortir víðsýni og þá eru menn þröngsýnir og svoleiðis sjóngallar verða ekki lagfærðir með gleraugum.
En verra er að þetta fólk er líka ónæmt fyrir skinsemisorðum og er þess vegna tossar. Þetta fólk veit ekki eða vill ekki vita, það sem allir aðrir vita og Evrópusambands stjórnar hjörðin líka, að það er ekki um neinn samning að ræða. Bara að setjast á skólabekk Evrópusambandsins og læra að hlíða reglum þess. En það sýnist vera draumurinn sem þetta fólk þarfnast svo sárlega að eiga engan annan kost enn að hlíða núverandi reglum og síðari tíma beitingum.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.2.2014 kl. 16:40
Sammála Sigurður, þessi vankunnátta, nú eða fölsun frambjóðandans er henni ekki til sóma. Það eru engir samningar í boði, einungir innlimun, veit ekki hvað þarf til að kveðja niður þessa vitleysu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2014 kl. 18:32
Já, Sigurður. Hvers vegna ekki að segja það sem maður meinar, og meina það sem maður segir? Og ekki síst: standa við það sem maður segist meina!
Hvers konar tvískinnungs-fræðingar í stærstu málunum eru þetta eiginlega út um allt? Og hvað er það sem freistar og/eða kúgar svona mikið, þegar loforð eru svikin?
Þetta pólitíska rugl passar engan veginn við raunveruleikann.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2014 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.