Slysið er líklega í Innri-Veðurárdal
4.2.2014 | 18:25
Gæti nú ekki verið að slysið hafi orðið við Innri-Veðurárdal? Ég held það. Þangað eru rúmlega sex kílómetrar frá jökulsporði sem þýðir um eins og hálfs tíma gangur ef jökullinn er ekki mikið sprunginn. Að hinum er rétt rúmlega einn kílómetri.
Ég leyfi mér að giska á að slysstaðurinn sé rétt innan við mynni Innri-Veðurárdals. Þar verða oft til íshellar vegna þess að vatn streymir inn í dalinn undan jöklinum.
Á meðfylgjandi korti sem ég leyfði mér að fá að láni hjá Landmælinum Íslands má glöggva sig nokkuð á aðstæðum.
Leiðin að slysstaðnum liggur yfir glæra ís og þar gengur ferðafólk án efa á ísbroddum, í vað og með ísexi í hönd.Þeir fara að heillandi stað og reyna sig við jökulinn og koma heim reynslunni ríkari. Fyrir kemur að slys verða. Þau geta eðlilega verið vegna mistaka en um leið óhöpp orðið vegna breytinga á aðstæðum. Engin ástæða er til að gagnrýna ferðaskipuleggjendur að minnsta kosti meðan ekki liggja gleggri upplýsingar fyrir.
Björgunarsveit komin á vettvang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki rétt ágiskun hjá þér. Leyfum mönnunum að komast heim áður en farið er að giska á hvar og hvað gerðist.
Laufey Guðmundsdóttir, 4.2.2014 kl. 19:37
Já, eflaust er þetta rétt hjá þér. Ég veit að þú þekkir vel til á þessum slóðum. Varð þá slysið í Veðurárdal eða þar fyrir neðan?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.2.2014 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.