Hver gerir tilboð sem ekki er hægt að hafna?
28.1.2014 | 20:42
Hverjir eru það sem geta hótað? Jú, það eru stóru strákarnir, þeir sterku, fjölmennu hóparnir eða jafnvel gæjarnir sem hafa það sem hinir hafa ekki, vopnin. Aldrei er það svo að sá sem hefur réttinn sín megin standi upp og segist ætla að rökræða, færa sannleikann til grundvallar réttri stöðu og um leið gera útaf við þann sem hefur lakari stöðu.
Þetta er svona sandkassaleikur. Sá sem er fyrri til að kasta sandi í augu hins er sigurvegarinn. Það er aldrei svo að litli náunginn standi upp og haldi því fram að vegna aðstæðna sé hann nauðbeygður til að berja á stóra stráknum í sandkassanum.
Ekki heldur er það svo að Evrópusambandi tilkynni þann ásetning sinn að setja viðskiptabann á Bandaríki Norður-Ameríku vegna þess að þau síðarnefndu vilji ekki fara að lokatilboði sínu ... skiptir engu um hvað er verið að ræða.
Né heldur hefur það gerst að Bandaríkin hafi sett viðskiptabann á Kína, ESB eða Rússland. Ekki heldur hefur Stóra Bretland gripið til hervalds gegn neinum eða sett aðra á hryðjuverkalista nema þá sem eru miklu minni og aumari.
Enginn hefur gert öðrum tilboð sem ekki er hægt að hafna ... nema auðvitað mafían, Evrópusambandið, Stór-Þýskaland eða Al-Kaída.
Hótar refsiaðgerðum vegna markrílsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Athugasemdir
Í aðdraganda Síðari heimsstyrjaldar voru mörgum smá ríkju Evrópu einmitt sett svona "úrslitatilboð" nákvæmlega tímasett og ef þeim yrði ekki tekið fyrir lok tímafrestsins hefði það gríðarlega alvarlegar afleiðingar !
Gunnlaugur I., 28.1.2014 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.