Eiga andstæðingar ESB að skipa samninganefndina?

Samþykkt stefna beggja stjórnarflokkanna er skýr og á þeirri stefnu byggir stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar.

Það er því hámark bjartsýninnar (og í raun dálítið hlægilegt) að halda að ríkisstjórn þar sem báðir stjórnarflokkarnir eru á móti ESB-aðild geti haldið áfram aðildarsamningum.

Því er það svo að þrátt fyrir ótrúlegan áhuga aðildarsinna þá mun furðuleg ósk þeirra um að ESB-andstæðingar dragi vagninn til Brussel ekki verða að veruleika.

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, þingamaður Framsóknarflokksins, í niðurlagi greinar í Morgunblaðinu í morgun (greinaskil og feitletranir eru mínar).

Grein Ásmundar er vel skrifuð. Hann bendir á að í síðustu ríkisstjórn var þeim safnað í samninganefndina við ESB sem voru hlynntir ESB aðild og þess var vandlega gætt að meirihluti í utanríkismálanefnd væri sama sinnis og þess vegna var t.d. Jóni Bjarnasyni sparkað úr henni.

Þversögnin í þessu öllu er fólgin í því að fylgismenn ESB aðildar vilja að aðlögunarviðræðum verði haldið áfram til þess að fá að sjá einhvern samning sem þeir halda að verði niðurstaða þeirra. Það er hins vegar röng ályktun, eina sjáanlega niðurstaðan verði viðræðunum lokið er að Ísland gangi inn í ESB. Ef ríkisstjórnin ætlar að fara þessa leið myndi hún, að mati Ásmundar Einars, gæta þess að breytt yrði um fólk í samninganefndinni og harðir andstæðingar aðildar settir þar inn í stað hinna.

Myndi það nú auka líkur á að aðlögunarviðræður gengju hraðar fyrir sig en með fyrri samninganefnd? Nei, varla. Raunar myndu þær sigla í strand. Það er því borin von fyrir aðildarsinna að ESB málið fái farsælan endi hjá núverandi ríkisstjórn.

Það breytir hins vegar ekki skoðun minni á því að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn að ESB sem fyrst.

Spurningin er þessi: Ert þú sammála eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og þá er um tvo kosti að ræða, já eða nei. Persónulega er ég á móti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei Sigurður, það þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem allir vita hvernig liggur. 

Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið og hvers vegna á að nauðga þeim til að kosta kosningu um mál sem þeim var nauðgað til að sættasig við, og neitað um heimild til að kjósa um. 

Málið er dautt, en svo lítur út sem að núverandi stjórnarherrar séu svo skyni skroppnir að þeir viti ekki hvort á að róa á stjór eða bak í þessu máli. 

Það er graf alvarlegt ef það er staðreyndin að þjóð sé gert það ómögulegt að lostna við dægurflugur látinnar ríkisstjórnar, þá önnur fluga hefur verið valin.      

Hrólfur Þ Hraundal, 16.1.2014 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband