Almenningur tapađi alla tíđ á einokun Ríkisútvarpsins

Ég vaknađi viđ rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist međ morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talađ um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpiđ kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á ţjóđlegan fróđleik á kvöldvökum, fylgdist međ útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi međ Svavari Gests. 

Ţetta segir Ragnheiđur Davíđsdóttir í grein í Fréttablađi dagsins. Hún mćrir Ríkisútvarpiđ óhóflega mikiđ, lćtur eins og ţađ hafi veriđ upphaf og endir allrar menningar í landinu. Viđ erum á svipuđum aldri en ţegar ég komst til vits fannst mér Ríkisútvarpiđ ekki svo merkilegt sem Ragnheiđur lćtur. Síđar uppgötvađi ég hvers vegna. Stađreyndin er einfaldlega sú ađ ein útvarpsrás getur aldrei fullnćgt áhugamálum allra. Hún er ađeins ein rödd, byggđ upp af örfáum mönnum sem töldu sig hafa höndlađ ţá visku sem ţjóđinni dygđi. Hún varđ ţví ađeins međalmennskan uppmáluđ og síst af öllu menningarstarf.

Ríkisútvarpiđ var einokunarstofnun sem matađi landslýđ á ţví sem starfsmenn hennar töldu rétt. Ţeirra var valdiđ og óskeikull rétturinn. Á ćskuárum mínum var dćgurtónlist ekki leikin í útvarpinu nema í sérstökum ţáttum sem voru í tćpan klukkutíma á dag einu sinni eđa tvisvar í viku. Ţeir hétu Lög unga fólksins og Óskalög sjómanna eđa sjúklinga. Hlustendur áttu ekkert val um annađ en ađ hlusta eđa slökkva á íslenskri nútímatónlist eftir Atla Heimi eđa Ţorkel Sigurbjörnsson.

Ég ţurfti ekki Ríkisútvarpiđ til ađ kynnast bókmenntum ţjóđarinnar. Ţćr voru meira eđa minna til á ćskuheimilinu. Mér nćgđi ađ hlusta á foreldra mína eđa afa minn segja frá til ađ kynnast ţjóđlegum fróđleik og bćkur um slíkt voru á heimilinu og mikiđ lesnar.

Ríkisútvarpiđ er ekkert annađ en fólkiđ sem vinnur ţar. Nú hefur veriđ vegiđ illa ađ ţessum heimilisvini ţjóđarinnar sem hefur ekki lengur burđi til ţess ađ fćra okkur ómetanlegar gjafir sínar.  

Ţetta segir Ragnheiđur Davíđsdóttir í grein sinni rétt eins og fólk sem tekur til starfa hjá Ríkisútvarpinu verđi um leiđ snarheilagt og viska ţeirra aukist margfalt. Mađur veit ekki hvort ţetta er háđ hjá Ragnheiđi eđa hún raunverulega meini ţađ sem hún ritar. 

Einokun er aldrei af hinu góđa, skiptir engu hvort ríkiđ standi ađ henni eđa einstaklingar eđa fyrirtćki. Sá sem tapar er neytandinn, almenningur í landinu. Samkeppni er hrundiđ og ţess vegna varđ Ríkisútvarpiđ međalmennskunni ađ bráđ. Dagskráin sem átti ađ vera fyrir alla varđ ađ ólystugri blöndu sem litlu skilađi en var engu ađ síđur trođiđ upp á landsmenn, hvort sem ţeir vildu eđa ekki. Ekkert annađ var í bođi og ţví var fólk ţakklátt fyrir ađ minnsta kosti fréttir og veđur.

Einokun Ríkisútvarpsins var hins vegar algjört hryđjuverk gagnvart íslenskri ţjóđarsál, svo gripiđ sé til orđalags Ragnheiđar Davíđsdóttur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband