Líklega eru margir Snowden í hjarta sínu?

142105_600

Edward Snowden hefur rétt fyrir sér. Hann hefur sýnt heiminum fram á að „stóri bróðir“ fylgist með nær öllum og það er rangt. Jafnvel unnendur frelsis og vestræns lýðræðis hafa verki vaktaðir. Ríkisstjórnir njósna um ríkisstjórnir. Svokallaðar öryggisstofnanir ríkja eru njósnastofnanir og stærsta verkefni þeirra er að njósna um samlanda sína. Þetta er allt svo rangt og öfugsnúið.

Það sem Sowden gerði var að upplýsa um umfang njósna Bandaríkjamanna með eigin borgurum og gegn samherjum. Pólitísk þýðing uppljóstrananna er gríðarleg. Bandaríkjaforseti er óvinsæll í eigin landi og þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir fjölmargra ríkja hafa fordæmt hann.

142038_600

Raunin er hins vegar sú að Bandaríkjaforseti ræður litlu, kerfið hefur tekið yfir. Samlíkin við „1984“ er sláandi nema að svínin eru kerfið sem í upphafi átti að verja borgarana en er nú allt annað.

Tóku menn eftir því er upp komst um að Bandaríkjamenn hleruðu síma kanslara Þýskalands, forsætisráðherra Bretlands og annarra? Hvað gerðist? Jú, samstundis var ljóst að Þjóðverjar stunduðu njósnir á Bandaríkjamönnum, Bretum og öðrum. Bretar njósnuðu um Þjóðverja, Bandaríkjamenn og aðra.

137655_600

Og í þokkabót vissu allir af njósnum og skiptust á upplýsingum eins og bókum á skólabókamarkaði. Svo þagnaði allt, ekkert hefur heyrst í margar vikur.

Annað hvort er þöggunin vegna gagnkvæmra hagsmuna eða verið er að breyta kerfinu. Skyldi það nú verða til bóta? Líklega, því margir hjá njósnastofnunum eru Snowden í hjarta sínu.

 


mbl.is Snowden: Mínu verki er lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það dapurlegasta við þetta er það að margir þeir í vestrænum lýðræðisríkjum, sem hæst höfðu og það réttilega um njósnir STASI, KGB og aðrar slíkar stofnanir í kommúnistaríkjunum sálugu, reyna nú að réttlæta þessar njósnir nú og taka afstöðu gegn Snowden. 

Ómar Ragnarsson, 24.12.2013 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband