Er markvisst unnið að því að gjörbreyta Reykjavík?

HöfninÞetta byrjaði allt með uppbyggingu háhýsa vi Borgartúns, svo kom skipulag fyrir nýjan Landsspítala og nú, þá kom skipulag fyrir íbúðabyggð í Skerjafirði og loks í beinu framhaldi kemur nú kemur skipulag hafnarinnar. Og skyldu þessi fjögur svæði eiga sameiginlegt?

Mér krossbrá þegar ég leit forsíðu Morgunblaðsins í morgun og ekki leið mér betur eftir að hafa lesið fréttina um byggingarnar á Hörpureitnum. Eftir myndinni að dæma er engu líkar en að aðilarnir sem sáu um hönnun fyrir Stalín, Kim Il Sung, Nicolae Ceausescu í Rúmeníu svo dæmi séu tekin, væru gengnir aftur og teknir til við skipulag í Reykjavík.

Skerjafjörður

Ágæti lesandi, eftir að hafa litið á meðfylgjandi myndir, langar mig til að spyrja þig einnar spurningar, þú mátt svara mér á þessu vettvangi eða halda svarinu fyrir þig, en fyrir alla muni, vertu heiðarlegur. Spurningin er þessi:

Landspitali

Er það svona sem þú vilt að Reykjavík framtíðarinnar líti út?

Þegar taka skal ákvörðun um skipulag eru nokkur atriði sem þarf að meta. Hvað varðar Hörpuna og Landspítalann, Skerjafjörð og Borgartúnsturnana þá er málið þetta:

  1. Fellur skipulagið inn í umhverfið sem fyrir er? Svar: Nei!
  2. Eru verður skipulagið til bóta? Svar: Nei!
  3. Er skipulagið fallegt fyrir borgarbúa? Svar: Nei!
  4. Mun skipulagið hafa góð áhrif til framtíðar? Svar: Nei!
  5. Er almenn ánægja með skipulagið? Og nú svari hver fyrir sig.
Mér finnst einhvern veginn að skipulega sé unnið að því að gera Reykjavík að einhverju sem hún alls ekki er og getur ekki orðið. Borgin er lítil og hún á að vera vinaleg. Þess í stað er reynt að gjörbreyta henni þannig að flest það sem einni kynslóð var kært er horfið og steypuklumpar komnir í staðinn.
mbl.is Breytt gatnamót og lóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband