Óviðunandi ástand í netviðskiptum með vöru og þjónustu
7.12.2013 | 10:55
Hvað skyldi ríkissjóður verða af miklum virðisaukaskatttekjum vegna kaupa landsmanna á óáþreifanlegum vörum erlendis frá? Hér er átt við tölvuforrit af ýmsu tagi og gerðum.
Mér dettur þetta stundum í hug. Í vikunni keypti ég tvö forrit frá útlöndum. Hið fyrra nefnist Paperless og tekur við pdf skjölum og hægt er að flokka þau eftir innihaldi. Ég stefni til dæmis að því að heimilisbókhaldið verði alfarið í pappírslaust. Fjölda reikninga fást á pdf formi og hægt er að skrá þá inn og um leið skanna inn aðra reikninga. Þetta er afar þægilegt og einfalt forrit þegar ákveðið form er komið á söfnunina. Forritið kostaði 30 dollara eða um 3600 krónur og enginn vaskur greiddur. Af þessum litlu viðskiptum hefði ríkissjóður átt að fá 918 krónur og verðið þeirri fjárhæð hærra.
Hitt forritið sem ég keypti nefnist Snapheal og með því get ég lagfært ljósmyndir, klippt út einhver lýti á þeim. Forritið notar umhverfi þess sem ég klippi í burtu til að fylla upp í gatið. Forritið kostaði 10 dollara. Í fyrstu átti að rukka mig um virðisaukaskatt og var fullyrt að það væri vegna þess að Ísland væri í ESB. Ég gat komið með ágæt rök gegn því en málið endaði með því að ég keypti frekar forritið frá Bandaríkjunum en Evrópu. Sem sagt forritið kostaði 1.187 krónur og ríkissjóður varð af virðisaukaskatti að fjárhæð 303 krónur.
Þannig gerast nú kaupin á alþjóðlegu internets-eyrinni, neteyri. Þúsundir Íslendinga kaupa sér forrit erlendis frá eða ýmis konar þjónustu sem Netflix, iTunes og Spotify veita svo dæmi séu tekin.
Ljóst er að frjáls viðskipti milli landa eru að mörgu leyti enn á frumstigi. Hugsanlega er sala á óáþreifanlegum varningi og þjónustu er algjörlega án söluskatta eða virðisaukaskatta, hvorki innskattur né útskattur til í dæminu. Af ábyrgð má fullyrða að þetta sé óviðunandi ástand.
Milljarðaviðskipti á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er drasl sem engin ætti að kaupa.
Sigurður Haraldsson, 7.12.2013 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.