Steingrímur hefur engin efni á gagnrýni

Að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi, snýst þetta allt um Framsóknarflokkinn. Hann getur nefnilega ekki litið upp úr pólitísku hálsmáli sínu og þar af leiðandi heldur hann að ástandið hjá heimilunum í landinu sé betra en það í raun og veru er.

Steingrímur hafði fjögur ár tll að sinna skuldavanda heimilanna. Hann gerði svo lítið að skaðinn er eiginlega skeður. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þurfti aðeins sjö mánuði til að ganga frá fyrstu aðgerðum fyrir heimilin. Engum dettur í hug að tillögur hennar leysi allt fyrir alla. Það er alltof seint fyrir fjölmarga. Nema auðvitað bankana og þrotabú þeirra föllnum hverra hagsmuni Steingrímur bar svo mjög fyrir brjósti.

Mikil voru vonbrigðin með ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem Steingrímur var kjölfestan í enda var honum og flokkunum tveim harðlega refsað í síðustu þingkosningum. Hann hefur engin efni á að gagnrýna aðgerðir núverandi ríkisstjórnar vegna þess að hann klúðraði heimilunum á sinni vakt. Það verður honum til ævarandi skammar og skiptir engu hversu margar bækur hann gefur út sér til réttlætingar.  


mbl.is Leiðréttingin ávísun á vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Má nú Steingrímur ekki hafa skoðun á málunum, en þínir menn sem viðurkennt er að voru aðal arkitektar af því ástandi sem nú ríkir mega það.

Mér finnst þetta hálf slapt hjá þér í dag Sigurður.

Baldinn, 6.12.2013 kl. 09:57

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þá er bara að gyrða sig í brók og gera betur. Ekki vil ég valda þér frekari vonbrigðum. Finnst þetta hlýlegt hjá þér er þú segir „... hálfslapt hjá þér í dag Sigurður“. Bestu þakkir.

Jú, Steingrímur má segja það sem hann vill. Finnst bara að innistæðan hjá honum sé ekki mikil um þessar mundir. Flestir átta sig á því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.12.2013 kl. 10:08

3 Smámynd: Baldinn

Ég er sko engin aðdáandi Steingríms frekar en annara pólitíkusara í dag.  Mandela var flottur. og fer í lítin hóp merkra stjórnmálamanna síðustu aldar.

Baldinn, 6.12.2013 kl. 10:40

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Verð að viðurkenna að síst af öllu tengi ég Steingrím við Mandela. Sá síðarnefndi var stórmerkilegur maður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.12.2013 kl. 11:30

5 Smámynd: Baldinn

Þar erum við sammála.  Eigðu góða helgi.

Baldinn, 6.12.2013 kl. 13:13

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Steingrímur fær falleinkunn sem ráðherra og þingmaður!

Sigurður Haraldsson, 6.12.2013 kl. 21:57

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steingrímur heldur áfram að ljúga.Þeir sem sátu stofnfund VG 1999,hafa orðið vitni að því að ekki stendur eitt orð af því sem hann sagði á stofnfundinum.Maðurinn er einfaldlega lygalaupur afa verstu gerð.

Sigurgeir Jónsson, 7.12.2013 kl. 06:29

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

VG stofnað með nokkur grunnatriði að leiðarljósi.Númer eitt var að Ísland gerðist ekki aðili ESB.Um það var flokkurinn stofnaður númer.1.Fólk tók höndum saman um það þrátt fyri að það væri mikill munur á á þeim skoðunum sem fíólk hafði á svokallaðri" náttúruvernd" ög hvað verkafólki fyrir bestu.Menn ræddu stefnu Lenins um uppbyggingu virkjana og orkuvera og um hagsmuni verkafólks.Öllu þessu hefur verið kastað á haugana,Nú ræður flokknum hátekjufólk sem vinnur hjá ríkinuu.Maðurinn er loddari.

Sigurgeir Jónsson, 7.12.2013 kl. 06:43

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og alveg furðulegt hvað maðurinn kemst langt með að baða út höndunum.Það Á víst að gefa bullinu trúverðugleika.Og þessi bullari virðist fá verðlaaun fyrir handasláttinn.Hann er ekki einn um það í veraldarsögunni.

Sigurgeir Jónsson, 7.12.2013 kl. 06:50

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eftir því sem handaslátturinn er meiri þeim mun meiri er lýgin.Auðvitað átta íslendingar sig á því þótt seint sé.

Sigurgeir Jónsson, 7.12.2013 kl. 06:54

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Sú ríkisstjórn sem Steingrímur sat í á seinasta kjörtímabili gerði margfalt meira fyrir fólk í skuldavanda en það sem fyrirhuguð aðgerð núverandi ríkisstjórnr hyggst gera enda sneiður hún snyrtilega framhjá fólki í vanda. Og það gerðu þeir fyrir mun lægri greiðslur frá skattgreiðendum en þessar aðgerðir kosta.

Og það sem meira er þá hefðu fyrirhugaðar aðgerðir núverandi stjórnarflokka líka gert margfalt meira fyrir heimili i vanda en þessar aðgerðir gera þó þær kosti mun minna.

Þessar aðgerðir snúast um lítið annað en ríksstuðning fyrr fólk með góðar tekjur sem er ekki í skuldavanda.

Samfylkingin ætlaði til dæmis að standa við samning við lífeyrisjóðina um málefni fólks með lánsveð, færa lántökum hjá Íbúðalánasjóði sambærilega fyrirgreiðslu samkvæmt 110% leiðini og lántakar hjá bönkunum fengu og veita sérstakan stuðning til fólks sem keypti íbúðir sínar á versta tíma í íbúðaverðbólunni það er á árunum 2005 til 2008.

Það fólk sem notið hefði þessara aðgerða umfram þær sem núverandi ríkisstjórn hyggst framvkæma er stór hluti þeirra sem eru í vanda og eru nánast allir í skuldavanda. Þessar aðgerðir eru því mun skilvirkari og sanngjarnari en þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hyggst framkvæma. Þær hefðu forðað mun fleiri fjölskyldum frá gjaldþroti og forðað mun fleiri fjölskyldum frá því að eiga ekki fyrir mat. En þær hefðu ekki falið í sér niðurgreiðslur á lánum þeirra sem ekki eru í vanda svo ekki sé talað um hjá fólkis em þar að auki eru í hagnaði með sín húsnæðisviðskipti af þeirri ástæðu að síðan þeir keyptu sínar íbúðir hefur íbúðaverð hækkað meira en vístala lánanna.

Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar gagnast ekki neitt verst settu heimilunum en þau þurfa samt sem skattgreiðendur að fjármagna þær. Þessar aðerðir sem núverandi ríkisstjórn hyggst framkvæma munu því fjölga gjaldþrotum heimila og fjölga þeim heimilum sem eiga ekki fyrir mat.

Sigurður M Grétarsson, 7.12.2013 kl. 22:07

12 Smámynd: Elle_

Sigurgeir, ég gæti ekki lýst þessu betur en þú.

Elle_, 7.12.2013 kl. 23:48

13 Smámynd: Elle_

Og Sigurður Haraldsson, nákvæmlega.

Elle_, 7.12.2013 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband