Gagnrýni fyrrverandi yfirborgarstjóra

Borgarstjórar eru valdamenn og hafa allir verið gagnrýndir sem slíkir án þess að seilst hafi verið í slík sjónarmið. Núverandi borgarstjóri er þó í raun aldrei gagnrýndur, enda óviðeigandi. Hann hefur aldrei gegnt starfi sínu í samræmi við hefðbundnar starfsskyldur. Hans er getið í fréttum eftir því hvernig til tekst í klæðnaði í gleðigöngu og varðandi bréf til Moskvu sem aldrei var svarað. Gagnrýnin snýr að Samfylkingunni og dótturflokki hennar fyrir niðurlægingu höfuðborgarinnar.

Þetta segir í leiðara Morgunblaðsins í morgun. Út af fyrir sig getur það verið stefna að gagnrýna aldrei stjórnmálamenn, gefa þeim bara lausan tauminn. Engu að síður verðum við að muna að stjórnmálamenn þurfa á málefnalegri gagnrýni að halda, þeir eiga að nærast á henni. Öllum er þörf á gagnrýnir. Eilíft lof og skjall gengur ekki og allra síst með borgarstjórann í Reykjavík. Það hefur sýnt síg að hann hafði ekkert gott haft af skjallinu.

Á tímabili var það þannig að skrifstofustjóri embættis borgarstjóra, Regína Ásvaldsdóttir, var yfirborgarstjóri, gengdi öllum rekstrarlegum skyldum borgarstjórans. Á hana var hrúgað verkefnum og skyldum sem borgarstjórinn hafði ekki tíma til að sinna eða var óhæfur í. Hún sinnti bókhaldinu, uppgjörinu, fjármálum, ráðningamálum, starfsmannamálum, stefnumörku skipulagsmálum, niðurskurðinum og svo framvegis. Hún stóð sig ábyggilega mjög en fékk enga launahækkun vegna aukinnar ábyrgðar og verkefna enda hélt undirborgarstjórinn sínum launum óskertum þrátt fyrir að gera fátt annað en að brúka skrifstofu borgarstjóra.

Nú er Regína Ásvaldsdóttir orðin bæjarstjóri á Akranesi og án hef rataði hún í það starf hokin af reynslu sem yfirborgarstjóri í Reykjavík.

Í Fréttablaðinu um helgina var viðtal við Regínu og þar ræðir hún meðal annars um reynslu sína sem yfirborgarstjórinn í Reykjavík. Í viðtalinu segir:

En má ekki segja að Jón hafi afsalað sér völdum? „Nei, en hann var að koma úr skemmtanaiðnaðinum inn á stærsta vinnustað Íslands með átta þúsund starfsmönnum – og kynnast flóknu kerfi sem er eins og að snúa Titanic ef einhverju á að breyta. Hann ákvað að treysta þeim sem fyrir voru og það gerði fólkið sem var með honum líka þannig að þétt samstaða myndaðist. Þetta skipti máli meðan nýtt fólk var að koma sér inn í hlutina því það var ekki bara Jón Gnarr sem var að byrja heldur allir borgarfulltrúarnir í Besta flokknum.

Eflaust hefur þessi svarið vafist heldur betur fyrir fyrrverandi yfirborgarstjóra Reykjavíkur. Sem prúður embættismaður vill hún ekki segja hug sinn allan heldur dregur úr og sýnir Jóni Gnarr þann skilning sem honum ætti að vera þægilegur. Hún gagnrýnir hann undir rós.

Ég les svarið þannig að Jón Gnarr hafi ekkert þekkt inn á skyldur sínar og verkefni sem borgarstjóri, gafst hreinlega upp á því strax í upphafi. Eftir það var hann verndaður af þeim hópi sem stóð honum næst, borgarfulltrúunum og þeim sem til þess voru beinlínis ráðnir á skrifstofu borgarstjóra.

Og takið eftir skotinu: „... því það var ekki bara Jón Gnarr sem var að byrja heldur allir borgarfulltrúarnir í Besta flokknum.“ Sem sagt allir í fjögurra ára starfsnámi á kostnað borgarbúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband