Fólk gleymir ţví aldrei hvernig ţú lést ţví líđa

Ég hef komist ađ ţví ađ fólk gleymir ţví sem ţú sagđir, fólk gleymir ţví sem ţú gerđir en fólk gleymir ţví aldrei hvernig ţú lést ţví líđa.

Í ofangreindum orđum felst mikil og djúp speki sem fáir ađrir öđlast en ţeir sem hafa ţurft ađ berjast fyrir tilveru sinni. Hinir hafa oftast allt á hreinu og kom fram viđ samborgara sína af ónćrgćtni og láta ţeim líđa illa. 

Kannastu viđ ţessa lýsingu, lesandi góđur?

Fyrir mörgum árum er ég lćrđi stjórnun og markađsmál í norskum háskóla var međal annars nefndur sá stjórnunarstíll sem kenndur er viđ ađ blanda geđi viđ starfsfólk, Management by Walking Aorund eins og ţađ var nefnt ađ enskri tungu, MBWA. Á ţann hátt kemst stjórnandinn í nánari tengsl viđ rekstur fyrirtćkisins, sérstaklega ef ţađ er í stćrra lagi, hann áttar sig á starfsfólki og framleiđni. Ég held ađ góđur stjórnandi tileinki sér svona ađferđ, jafnvel ósjálfrátt.

Oft er sagt ađ enginn sé nauđsynlegur og auđveldlega er hćgt ađ reka og ráđa fólk til ađ ná hámarks afköstum. Ég ţekki fyrirtćkjastjórnendur sem hćla sér af ţví ađ hversu marga ţeir hafi rekiđ og hversu auđvelt ţađ er. Ţetta er aumingjaleg framkoma og heimskulegt.

Mestu skiptir ađ starfsfólk njóti sín í starfi, hafi ánćgju af ţví sem ţađ er ađ gera enda hagnast fyrirtćkiđ um síđir meira af slíku fólki en af ţví fyrrnefnda.

Ţetta segi ég vegna ţess ađ ég held ađ forstjóri ríkisútvarpsins hafi gert gríđarleg mistök međ ţví ađ reka ţrjátíu og níu starfsmenn í einu og vera međ tuttugu og einn til viđbótar á „aftökulistanum“. Ţetta gerir enginn nema örvćntingafullur forstjóri eđa sá sem er í einhverri skák viđ eigendur fyrirtćkisins.

Hvađa kosti átti forstjóri Ríkisútvarpsins í stöđunni? Jú hann hefđi getađ gert ţetta:

  1. Dregiđ úr kostnađi
  2. Aukiđ tekjur, t.d. međ ţví ađ selja gamalt efni frá ţví á einokunarárum Ríkisútvarpsins
  3. Lćkkađ hlutfallslega laun allra starfsmanna, t.d. um 10%
  4. Bođiđ ţeim starfslokasamning fyrir ţá sem eru ađ komast á eftirlaun
  5. Bođiđ ţeim starfslokasamning sem eru međ tímabundna samninga
  6. Bođiđ ţeim starfslokasamning sem vilja hćtta
  7. Ákveđiđ kostun á einstökum ţáttum til ađ verja störf dagskrárgerđar- og tćknimanna

Hvađ átti útvarpsstjóri ekki ađ gera í ţessari stöđu? Jú, hann hefđi getađ sleppt ţessu:

  1. Rekiđ 39 manns á einu bretti
  2. Hótađ ađ reka 21 til viđbótar 

Gera má ráđ fyrir ađ erfitt sé fyrir ţá sem fengiđ hafa uppsagnabréf ađ fá störf viđ hćfi. Margir fara ţví beinustu leiđ á atvinnuleysisskrá.

Forstjóri og stjórn Ríkisútvarpsins fer fram međ slíku offorsi ađ fjöldi fólks á um sárt ađ binda. Ţađ mun aldrei gleyma ţví og eflaust kenna forstjóranum og menntamálaráđherranum um.

Sá fyrrnefndi ţekkir án efa ţađ fyrirtćki sem hann stjórnar en hann hefur lítinn skilning á starfsmannastjórnun.

Sá síđarnefndi gerđist sekur um hrikalegt dómgreindarleysi ţegar hann skerđir útvarpsgjaldiđ og tekur hluta af ţví til annarra og óskyldra verkefna. Vandinn er ţví ađ stórum hluta heimatilbúinn.

Ég hef ákveđnar skođanir á Ríkisútvarpi en ţćr koma ţessu máli ekki viđ. Viđ ţurfum ekki á fjölmiđli ađ halda sem er í eigu ríkisins. Einkaađilar geta sinnt ţessum rekstri jafnvel ef ekki betur. Ţessi stađreynd breytir ţó ţví ekki ađ koma skal fram viđ starfsmenn Ríkisútvarpsins eins og allt annađ fólk af kurteisi og alúđ. Viđ hendum ekki fólki rétt fyrir jól út á kaldan klaka og ćtlumst til ađ ţađ komi undir sig fótunum í einum grćnum. Af tvennu illu vildi ég ađ Ríkisútvarpiđ vćri rekiđ međ halla en ađ fyrrverandi starfsfólk ţess ćtti um sárt ađ binda.

Maya Angelou er skáld, rithöfundur og baráttukona fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum. Tilvitnunin í upphafi er frá henni komin. 


mbl.is Ekki komist hjá uppsögnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hann gat sett á ráđningarstopp, ţađ hefđi ekki valdiđ neinum sársauka en gert sama gagn.

Sveinn R. Pálsson, 28.11.2013 kl. 14:04

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţakka ţér fyrir, Sveinn, ég gleymdi ţessu.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 28.11.2013 kl. 14:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband