Ţessa kýs ég í prófkjöri Sjálfstćđiflokksins

Ég ćtla á morgun ađ taka ţátt í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna nćsta vor. Hvet alla Sjálfstćđismenn og stuđningsmenn flokksins til ađ taka ţátt.

Heimilt er ađ kjósa sex frambjóđendur (hvorki fleiri né fćrri) og ţessa hef ég valiđ í númeruđ sćti:

  1. Júlíus Vífill Ingvarsson
  2. Kjartan Magnússon
  3. Marta Guđjónsdóttir
  4. Ólafur Kr. Guđmundsson
  5. Örn Ţórđarson
  6. Björn Jón Bragason 

Rökin fyrir ţessu vali eru einföld. Úr borgarstjórnarflokknum vel ég ţrjá einstaklinga. 

1. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, er formađur borgarstjórnarflokksins og hann hefur stađiđ sig vel í borgarmálunum ţetta kjörtímabil.

2. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hefur yfirburđaţekkingu í borgarmálum og hann hefur setiđ í borgarráđi ţetta kjörtímabil. Hann er kurteis og hógvćr, lćtur verkin tala. Hann yrđi góđur borgarstjóri. Ég ţekki Kjartan ágćtlega og treysti honum.

3. Marta Guđjónsdóttir,varaborgarfulltrúi, hefur mikla reynslu í borgarmálum. Hún hefur setiđ í umhverfis- og skipulagsráđi sem er ein mikilvćgasta nefnd borgarinnar. Einnig hefur hún setiđ íţrótta- og tómstundaráđi, menningar- og ferđamálaráđi, mannréttindaráđi og heilbrigđisnefnd. Ég ţekki Mörtu mjög vel og treysti henni.

Ţá hef ég valiđ ţrjá frambjóđendur sem ekki hafa áđur komiđ ađ borgarmálum. Ţetta er fólk međ sérţekkingu sem Sjálfstćđisflokkurinn ţarf verulega á ađ halda.

4. Ólafur Kr. Guđmundsson er sérfrćđingur í samgöngumálum. Hann sinnir öryggisskođun á vegum og jarđgöngum ekki ađeins á Íslandi heldur víđa um heim. Hann hefur unniđ ađ samgöngu- og skipulagsmálum sérstaklega međ umferđaröryggi fyrir augum. Ţennan mann ţurfum viđ í borgarstjórn. Ég ţekki Ólaf vel og treysti honum.

5.  Örn Ţórđarson hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hann hefur veriđ sveitarstjóri og sinn ráđgjöf fyrir sveitarfélög og gengt fjölda trúnađarstarfa á vegum sveitarfélaga. Ég ţekki ekki Örn en viđ ţurfum reyndan mann í borgarstjórn.

6. Björn Jón Bragason er sagnfrćđingur og kemur inn í borgarmálin međ nýja og ferska sýn. Hann hefur til dćmis bent á ađ skógrćkt hefur bćtandi áhrif á veđurfar, hann leggur áherslu á ađ flugvöllurinn verđi áfram í borgarlandinu og hann vill bregđast viđ flótta ungs fólks úr Reykjavík og í nćrliggjandi sveitarfélög. Björn ţekki ég ekki neitt en er ţess fullviss ađ hann muni standa sig vel í borgarstjórn.

Ég fór vel yfir lista frambjóđenda og fann ţar marga góđa en ţví miđur eru reglurnar ţannig ađ ađeins er heimilt ađ kjósa sex manns.

Mér finnst miklu skipta ađ ţekking og reynsla verđi áfram innan borgarstjórnarflokksins. Ţar af leiđandi legg ég mikla áherslu á ađ Júlíus, Kjartan og Marta verđi kosin. Ađra hef ég valiđ eftir talsverđa yfirlegu, tel ađ ţeir muni verđa góđir borgarfulltrúar.

Ég vona svo ađ einhverjir hafi gagn af ţessum ábendingum mínum. Ađalatriđiđ er ađ fólk leggi ţađ á sig ađ kjósa á morgun, laugardag. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Er Ţorbjörg Helga Vigfúsdóttir hćtt viđ?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 17:46

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Nei, ţađ held ég örugglega ekki.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 15.11.2013 kl. 18:29

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sćll Sigurđur.

Ţótt ég sé ekki flokksmađur, ţá hef ég heyrt ţađ sama og ţú er ađ benda á. Nýtt gott fólk sem nú er ađ bjóđa sig fram. Ţú ert međ hjartađ á réttum stađ sem ţú ćtlar ađ styđja. Fólk eins og Kjartan og Mörtu. Mér líst vel á Ólaf sem er mjög flottur og Björn sem stendur fyrir sínu. Enn ţiđ ţurfiđ breytingar, ţađ eitt er ekki spurning.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 16.11.2013 kl. 00:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband