Borgríki borgarinnar

02-landspitali-1af[1]Hvað er að borgaryfirvöldum? Bera þau enga virðingu fyrir þeirri byggð og umhverfi. Má bara vaða áfram, skipuleggja og byggja hvað sem er hvar sem er, rífa allt hið gamla og byggja nýtt.

Meirihlutinn í borgarstjórn lætur óátalið að nýbyggingar fari í algjöra mótsögn við það sem fyrir er. Engu líkar er en að hann standi fyrir hryðjuverkum í borginni og þau beinast gegn borgarbúum.

Takið eftir þessu hrottalega skipulagi hins svokallaða nýja Landspítala. Þarna á að byggja upp borgríki á viðkvæmasta stað. Aðeins vantar múra í kringum þetta ferlíki en þeir koma líklega síðar. Um þá er ábyggilega getið í smáaletrinu.

Skerjafjörður

Takið einnig eftir byggðinni sem á að koma sunnan við byggðina sem stendur við Skerjafjörð og ber nafn hans. Þarna er ætlunin að búa til annað borgríki. Hrúga saman háhýsum við hliðina á lágreistri og hógværri byggð þar sem myndast hefur ljúft samfélag.

Meirihlutinn í borgarstjórn og síðasta ríkisstjórn gerðu samkomulag um að leggja niður norðaustur-norðvestur flugbrautina og þarna við Skerjafjörð á að troða ótal fjölbýlishúsum.

Ég skil hreinlega ekkert í borgaryfirvöldum. Fyrir það fyrsta að láta sér detta þetta í hug og í öðru lagi að geta látið sér detta það í hug að með þessu móti sé verið að skapa lífvænlega byggð.

Á undanförnum árum hefur verið kappkostað að breyta Reykjavík eins og hægt er. Ekkert virðist vera til framtíðar, það sem ein kynslóð byggir upp verður hin næsta að rústa. Gömlu húsin eru látin grotna niður og svo byggð háhýsi í staðinn. Turnar eru orðnir ráðandi í borgarmyndinni og enginn segir neitt ...

Hvað er orðið af Reykjavík æsku þinnar? kæri lesandi.

Þori að veðja að sértu kominn yfir fertugt eða fimmtugt þá sé líklegt að sú mynd sé glötuð nema hún sé í huga þér eða þú eigir einhvers staðar ljósmynd.

Við þurfum að vernda Reykjavík fyrir liðinu sem hefur verið að skemma hana undanfarin ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Góð skrif að vanda, Sigurður. Þessu blokkar- Sovéti sem er með mannfjölda Stykkishólms á að hola niður í mýrina við enda Skerjafjarðar, með afleiðingunum sem þú lýsir. Við íbúarnir höldum fund á morgun og vonum að einhverntíma verði hlustað í þessu samráðslausa ferli, sem aldrei átti að hefja.

Ívar Pálsson, 13.11.2013 kl. 16:33

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gangi ykkur Skerjafjarðarhreppingum vel. Ekki veitir af. Ég skil ekki lengur borgarskipulag Reykjavíkur eða starfið í kringum það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.11.2013 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband