Ađgerđarleysi ríkisstjórnarinnar og andlát stjórnarandstöđu

Hvar sem komiđ er verđur ţess vart ađ stuđningsmenn og velunnarar núverandi ríkisstjórnar eiga erfitt međ ađ skilja á hvađa vegferđ hún er. Ţađ eru ekki ađgerđir ríkisstjórnarinnar sem valda ţessu heldur miklu fremur ţađ sem ţessi hópur fólks upplifir sem ađgerđarleysi.

Ţetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins, á Evrópuvaktinni. Ég rak upp stór augu, hélt ađ ég vćri einn áhyggjufullur vegna ađgerđarleysis ríkisstjórnarinnar. Ekki síđur hefur mađur áhyggjur af ţingmönnum Sjálfstćđisflokksins. Sumir ţeirra virđast frekar međvitundarlausir um tilveru og samtíđ. 

Látum ţó stjórnarandstöđuna njóta sannmćlis. Hún er gjörsamlega dáin. Sumir ţessara nýju ţingmanna virđast ekkert hafa til brunns ađ bera nema daglegt tuđ og tafs. Forđum var sagt ađ sitt hvađ vćri gćfa og gjörvileiki. Í ţví ljósi má ef til vill segja ađ ekki sé allt fjölmiđlavćnt fólk gott til löggjafarstarfa eđa stjórnmálaţátttöku. Ţví miđur er ţađ ţannig ađ mikiđ vantar upp á ađ nýju ţingmennirnir stigi fram međ góđar hugmyndir og hafi til ađ bera ţann eldmóđ sem nauđsynlegur er til ađ koma ţeim í framkvćmd.

Styrmir Gunnarsson segir um stjórnarandstöđuna: 

En ţótt ástandiđ sé bágboriđ međal stuđningsmanna stjórnarflokkanna, sem hafa orđiđ fyrir vonbrigđum - miklum vonbrigđum - er ţađ sízt betra í stjórnarandstöđuflokkunum. Ţótt ţeir hafi eitthvađ veriđ ađ bćta stöđu sína í skođanakönnunum fer hitt ekki á milli mála, ađ ţeir hafa ekkert ađ segja sem máli skiptir. Ţađ eru engar vísbendingar um ađ einhvers konar endurnýjun stefnumótunar fari fram í ţeim herbúđum.

Ţetta er rétt og jafnframt afar sorglegt ađ stjórnarandstađan hafi gefiđ upp andann svona snemma á kjörtímabilinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

*Ţjóđin verđskuldar ţađ sem hún kýs yfir sig*.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1325643/

Jón Ţórhallsson, 10.11.2013 kl. 13:14

2 identicon

Er ekki bara máliđ ađ ţingfólkiđ er upp til hópa hrćddir lobbyistar sem fylgjast skelfingu lostnir međ skođanakönnum og ţora ekki segja neitt merkilegt sem ýtir viđ einhverjum af ótta viđ ađ eftir nćstu kosningar sé ţađ atvinnulaust? Engir alvöru karakterar í ţessum hópi og illskiljanlegt hvernig ađrar eins gufur og allt ađ ţví kjánar veljast ţarna til forystu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráđ) 10.11.2013 kl. 17:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband