Átta skjálftar stærri en 3 stig austan við Reykjanestá

Skjalftar4SkjalftarÉg skrifaði lítilræði um jarðskjálftana austan við Reykjanestá fyrr í morgun. Þá birti ég mynd frá Google Maps og hefur eflaust mörgum þótt nóg um fjölda skjálfta þarna sem voru staðsettir af mikilli nákvæmni.

Hér er önnur mynd sem ég tók af Google Maps fyrir nokkrum mínútum og hægra megin er sú sem ég tók í morgun. Nördar eins og ég geta leikið sér að því að bera þessar tvær myndir saman. Tvær og hálf klukkustund eru á milli þeirra.

Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar er fjöldi skjálfta sem hér segir:

 

  • Stærð minni en 1 alls:  5
  • Stærð 1 til 2 alls:  65
  • Stærð 2 til 3 alls:  33
  • Stærri en 3 alls:  8
  • Samtals: 111 
Skjálftahrinan byrjaði um klukkan 7:19 í morgun, þó var einn um 0,9 stig klukkan 1:22 en svo liðu nærri sex klukkustundir og þá skall þetta á fyrir alvöru og heldur enn áfram.

 


mbl.is Enn skelfur við Reykjanestá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Hvort ætli eldgosið fyrir norðan eða sunnan verði á undan? Og hvenær hitnar honum of mikið í hamsi þarna í neðra, og sýður uppúr kötlunum hjá honum?

Veðrið er undarlegt þessa dagana, miðað við árstíma, var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég kom út í lognið og hitann í morgun. En það er orðið frekar hverdagslegt að veðrið sé óvenjulegt, og segir manni í raun ekkert.

Hvernig haga fuglarnir sér á svæðinu? Eru þeir flúnir eða rólegir?

Skepnurnar skynja mikið, en við skynlausu mannskepnurnar skynjum lítið nú orðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2013 kl. 14:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Frétti í dag frá konu sem sér lengra en nemur nefi hennar að á „næstunni“ verði gos á Reykjanesi. Líklega í nágrenni Krýsuvíkur. Hún hafði af þessu áhyggjur en ég gat sagt henni að eldogs á þessum slóðum verða sjaldnast mikil, mest hraunrennsli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.10.2013 kl. 15:42

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það hefur nú aldeilis gengið á þarna við Krísuvík á sínum tíma hraunrennsli er gífurlegt eins og sést á Ögmundarhrauni sem kom frá gígum sem eru náælægt Vigdísarvöllum.

það getur opnast sprungur þarna svo að það renni hraun og loki Reykjanesbrautinni,Íbúðabyggðinn sem er næst Straumsvík gæti verið í hættu þannig að ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara Sigurður.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 13.10.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband