Nákvæmari staðsetningar skjálftanna

SkjalftarSkjalftar3Fyrr á þessu ári og allt fram í lok sumars voru miklar skjálftahrinur við Eldey. Þessir skjálftar hafa nú færst nær því upp á land eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynd.

Þarna er stór dreif skjálfta vestan við Grindavík. Litirnir gefa til kynna stærð þeirra, því dimmari því minni.

Eflaust er orsakanna að leita í spennu sem jarðskjálftarnir í sumar mynduðu og þessir skjálftar jafna hana út í jarðskorpunni.

Hugsanlega kann þessi hrina að verða til þess að aðrir skjálftar verði innar í landinu, nær höfuðborgarsvæðinu. Eða vera upphaf að eldgosi, hvað veit maður sosum, eins og karlin sagði.

Ekki hef ég hugmynd um hvers vegna þessir skjálftar eru margir hverjir svona stórir. Hins vegar held ég að sá skjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu eigi upptök sín enn austar, skammt suðaustan við Kleifarvatn, raunar í hafi. Á stærri myndinni sést upptök skjálftans lengst til hægri.

Mér finnst betra að skoða þessar myndir eða kort heldur en stöðluðu kortin hjá Veðurstofunni og birtist með fréttinni. Þær sýna betur staðsetningar og hægt er að fara langt inn í þær og sjá nákvæmlega hvar skjálfti varð.


mbl.is Skjálftinn mældist 4,8 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir upplýsingar :)

Sigurður Haraldsson, 13.10.2013 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband