Getur fagmaður starfað hjá óhæfum stjórnendum

Logi Ólafsson er tvímælalaust fagmaður, það hefur hann sýnt og sannað í sínu fagi. Vandinn við góða stjórnendur, skiptir engu á hvaða sviði það er, í íþróttum, viðskiptum og jafnvel stjórnmálum, eru hinir, þessir sem ekki eru fagmenn.

Hver þekkir ekki þá stöðu að hafa starfað hjá eða með óhæfu fólki? Þegar miklum kröfum er mætt með góðum afköstum og ágætum árangri eru alltaf einhverjir sem gagnrýna og halda því fram að betur hefði mátt gera. Þegar rætt er um málin kemur í ljós að þessir „gagnrýnendur“ eru síst af öllu með allt á hreinu, ef til vill að velta ímynduðu vandamáli fyrir sér í fyrsta sinn. Slíkir eiga það til að hrapa að einhverri niðurstöðu, á ensku „jump to a conclusion“.

Svo eru þeir til sem eigna sér heiður og segja þegar vel gengur: Nú get ég. Svo gengur hvorki né rekur og allt fer í handaskolum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að góður árangur næst hvergi nema með góðum undirbúningi, mikilli vinnu. Oft er verkefnið sjálft aðeins lítið og jafnvel ómerkilegt miðað við þá vinnu sem lögð er í aðdragandanum. Stjarnan kann að hafa tapað úrslitaleik um bikarinn en sú staðreynd að liðið komst í þennan leik segir mikla sögu. Sá sem gagnrýnir þjálfarann og leikmenn fyrir tapið hefur ekki framtíðarsýn. 


mbl.is Logi: Kom mér algjörlega í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband