Intelligensían missti áhrif sín og Megas varð alþýðlegur

Heyrðu, Megas. Ég dáist ekki að þér. Ég kann hins vegar vel að meta að þú ert hagyrðingur af skárra taginu. Þú ert vel máli farinn, fékkst án efa gott uppeldi. Þegar á botninn er hvolft stóðst þú fyrir öllu því sem ég er á móti.

Þú varst átrúnaðargoð vinstri intellegensíunnar. Hún bar þig á höndum sér. Og við, sem í laumi bárum virðingu fyrir þér gátum ekki viðurkennt þig vegna pólitískrar þungavigtar sem bæði þú og þeir sem stóðu þér næst lögðu þér til. Virðingin var vegna þekkingar þinnar, þú kunnir að orða hugsun í ljóði sem hitti okkur stundum í hjartastað.

En núna er allt annað uppi á teningnum. Þú blandar orðið geði við aðra tónlistarmenn, sem hafa aldrei tekið svo beinharða afstöðu í stjórnmálum eins og þú. Vinstri intellegensían hefur til dæmis aldrei viðurkennt Gylfa Ægisson, sem þó er náttúrubarn í tónlist, alþýðlegi gæinn sem semur tónlist er allir geta hummað með, og hún er betri en en margir aðrir sem þó fengu „viðurkenninguna“.

Sem ráðherra veitti Björn Bjarnason þér viðurkenningu á degi Jónasar Hallgrímssonar. Sú var verðskulduð og vakti athygli. Um leið hrapaðir þú í áliti vinstri intellegensíunnar. Nú má eiginlega segja að þú sér orðinn „normal“.

Við sem stöndum hægra megin við miðjuna getum nú fagnað þér sem tónskáldi og hagyrðingi. Ef til vill ertu orðinn fráhverfur þeim stjórnmálaskoðunum sem þú hafðir áður, hugsanlega hefur þú þroskast. Þó kann að vera að „intellegengsían“ hafi einfaldlega mist þau áhrif sem hún hafði áður og við það hefur þú orðið ... tja ... mannlegur ... Veit ekki, en þú ert ekki samur og þú varst fyrir þrjátíu árum - þú ert betri. Þú ert alþýðlegur.


mbl.is Aðdáun þjóðarinnar að drepa Megas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dh

Hefur engum ennþá dottið í hug að það sé bara hægt að hafa heilbrigðar skoðanir, án þess að þær þurfi annaðhvort að flokkast til vinstri eða hægri?

dh, 12.10.2013 kl. 21:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Megas var á tíma sumra skoðana og þar með minna skrítin og án virðingar. 

En inni í þessum útþvælda manni var vit.  Vit hagyrðings sem aldrei verður til án víns.     

Hrólfur Þ Hraundal, 13.10.2013 kl. 08:45

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú kynlausa DH, kl, 21:36. Heilbrigðar skoðanir eru aldrei til vinstri, en það má umbera þær sumar fyrir friðinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.10.2013 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband