Fjallið fór og stígurinn er orðinn stór

Vífilsfell 2013Vífilsfell 2001Hérna eru tvær myndir af sama staðnum, sama útsýninu. Sú til vinstri var tekin í gær, laugardaginn 14. september 2013. Hin var tekin 16. júní 2001, fyrir aðeins rúmum tólf árum. 

Margt hefur breyst á þessum tíma. Get nefnt þrjú atriði þar af tvö sem flestir lesendur ættu að koma auga á. 

Litla fellið sem þarna stóð er auðvitað horfið, tekið í burtu og kemur aldrei til baka. Eftir stendur djúp hola sem engum verður til gagns nema hugsanlega þeim sem þurfa að losna við jarðveg annars staðar frá.

Annað sem breyst hefur er gönguleiðin. Fyrir tólf árum var hún mjó og þá sem nú liggur hún yfir ræfilslega mosabreiðu. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ... hefur gönguleiðin breikkað mikið, raunar sigið niður, sem alls ekki er til bóta fyrir göngufólk. Þrátt fyrir þetta hefur ekki orðið mikil aðsókn í Vífilsfell. Ég skrepp þangað talsvert oft og sjaldan sé ég fólk í fjallinu. Í gær sá ég þó sjö manns og fjóra hunda. En gönguleiðir eiga það til að fara út um víðan völl, sérstaklega séu þær ekki merktar og gerðar þægilegar yfirferðar.

Þriðja atriðið sem þó er ekki auðgreinanlegt á myndunum eru slóðir eftir mótorhjól og fjórhjól. Þau eru út um allt þarna enda leyfi fyrir því. Hitt er verra að slóðirnar ná langt útfyrir svæðið, vestan undir Bláfjöll og vestur yfir Bláfjallaveg með hraunjaðri og allt niður í Lækjarbotna. Það er miður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband