Ekki kjafta, við þurfum að líta betur út

Ekki segja frá, þá lítum við betur út. Þetta er viðhorf Evrópusambandsins. Vel má vera að einhver kraftur leynist í forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Hermanni van Rompuy. sé svo beinist hann í rangar áttir.

Marta Andreasen, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretalandi og fyrrum endurskoðandi hjá Evrópusambandinu, flutti erindi um daginn og fjallaði um reynslu sína. Hún hélt því fram að stjórnendum þar væri meira umhugað um laun sín og hlunnindi en að þeir væru að véla með skattfé almennings. Endurskoðendurnir hafa þó ekki getað skrifað upp á ársreikninga ESB í nær tuttugu ár vegna þess að ekki er hægt að gera útgjaldaliðunum nægilega skýr skil.

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Marta Andreason meðan annars:

En þegar ég var búin að vera þar í fjórar til fimm vikur var mér ljóst að lágmarksstjórnun á útgjöldum sambandsins var ekki til staðar,“ segir Marta og nefnir að útgjöld Evrópusambandsins séu í dag um 140 milljónir evra. „Það sem ég hafði þó meiri áhyggjur af var að peningar voru látnir renna í verkefni án þess að fylgst væri með því að þeir færu í það sem þeir áttu að gera,“ segir hún og bætir við að hún hafi viljað koma fram ýmsum breytingum, sem hefði verið auðvelt að hrinda í framkvæmd. „En hugmyndum mínum var stöðugt hafnað.“

Á sama tíma segir hún að hún hafi verið beitt þrýstingi til þess að skrifa upp á reikninga sem hún gat ekki með góðri trú sagt vera rétta. Á endanum var henni tilkynnt um ári síðar að framkvæmdastjórnin hygðist færa hana til í starfi, þangað sem hún myndi ekki bera neina ábyrgð.

„Ég vildi ekki láta færa mig til, þannig að þeir ákváðu að láta mig fara, að grunni til vegna þess að ég var ekki nógu hliðholl framkvæmdastjórninni,“ segir Marta. „Ég leit hins vegar svo á að hollusta mín ætti heima hjá skattgreiðendunum sem borguðu launin mín. Ég varð því að tryggja það að peningum þeirra væri vel varið.

Líklega er það þetta sem Hermann van Rompoy á við með sinni leiftrandi mælsku er hann segir að endurskoðendur sambandsins þurfi að draga úr gagnrýni sinni til að ESB líti nú betur út í augum skattgreiðenda í Evrópu. Verkefni hans er síst af öllu að tryggja það að peningum skattborgaranna sé vel varið, heldur hitt, verja stöðu sína og leiðtogaráðsins og láta sem að brauðfætur ESB séu hvorki linir né stökkir heldir traustir og varanlegir. Undarleg almannatengsl að krefjast þess að fólk ljúgi með þögninni.

 


mbl.is Gefi betri mynd af Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband