Maðurinn sem þjóðin hafnaði hefur ekkert lært

Þingmaður Pírata segir þingheim ekki hafa áunnið sér þá virðingu að geta talist hæstvirtur.  Hann hefur því ákveðið að ganga þvert á hefðir alþingis og ávarpar þingheim með eigin forskeytum.  Þessu hefur verið illa tekið hjá sumum enda áminning um raunstöðu þingsins meðal þjóðarinnar.   Stór hluti hennar spyr:  Verðskuldar fólk sem stundar hagsmunagæslu og spillingarstjórnmál að teljast háttvirt?  Eru auðmannasleikjur hæstvirtar?  Eða hugsjónadruslur? Þurfi að þvinga slík ávörp fram með lögum mætti allt eins lögfesta hræsni.  Vissulega er tíma alþingis ekki vel varið með umræðum um titlatog.  Samt hvet ég þingmanninn til að láta ekki bugast.  Ástæðan einfaldlega sú að sannfæring er hefðinni æðri.   Hlutur sem margir eiga ólært.  LÁ

Hann heitir Lýður Árnason sem þetta ritar á dv.is. og gerir að umtalsefni að einn þingmaður Pírata vilji ekki fara eftir hefðum á þingi.

Orðalag Lýðs Árnasonar er skrýtið, hann talar um „raunstöðu þingsins meðal þjóðarinnar“. Ef til vill á hann við að þingið njóti ekki þeirrar virðingar sem þarf á meðal hennar. Vel má vera að það sé rétt hjá honum. Hins vegar hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því hvers vegna þjóðin hafnaði Leifi í síðustu þingkosningum.

Hann var í örflokki sem nefnist Dögun en hrökklaðist þaðan og stofnaði annan örflokk sem nefndur var Lýðræðisvaktin. Þar var hann í skipsrúmi með Þorvaldi Gylfasyni, hagfræðingi, en hann hefur lengi talið sig vita allt um vilja þjóðarinnar, rétt eins og Leifur.

Samtals fékk Lýðræðisvaktin 4.658 atkvæði í kosningunum og kom engum manni að. Dögun fékk hins vgar 5.855 atkvæði eða nærri 1200 atkvæðum meira. Píratar fengu nærri helmingi fleiri atvæði.

Ég er ekki í þeirri stöðu að geta talað fyrir munn þjóðarinnar, ekki frekar en Lýður, sem þó leyfir sér það. Hins vegar veltir maður því fyrir sér hvort munnsöfnuður Lýðs sé ástæðan fyrir því að þjóðin hafnaði honum og félögum hans. Hefði til dæmis svona munnsöfnuður þingmanns orðið til þess að auka álit almennings á þinginu?

Já, margir eiga ýmislegt ólært. Maður hefði þó haldið að sá sem farið hefur illa út úr kosningum til þingsins myndi halda sér til hlés og reyna að læra eitthvað af mistökum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Hann heitir Lýður og er læknir.  Ég sé ekki annað en hann hafi bara sagt sannleikann.  Ekki skil ég heldur af hverju hann á að halda sér til hlés þó lýðræðisvaktin hafi ekki náð manni inn á þing.

Baldinn, 16.9.2013 kl. 11:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Enginn að tala um að hann eigi að halda sér til hlés. Sé ekki að hann hafi sagt neitt satt þvert á móti, sett alla þingmenn undir sama hatt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.9.2013 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband