Betra er nafnið Guðmundur en Messías

Fundargerð frá mannanafnamannanefndanefnd barst á borð mitt um daginn, líklega fyrir mikinn misskilning. Í henni er eftirfarandi texta að finna:

3. Nafnið Messías

Borist hefur beiðni um að aumingjans barni verði skírt nafninu Messías. Nefndin hafnar þessu nafni vegna þess að það er að stofni til útlent eins og Lúpína, kemur einhvers staðar frá við austanvert við Miðjarðarhaf (en Lúpína frá Alösku). Þar var maður nokkur nefndur Jesús en sá gekk líka undir öðrum nöfnum eins og Messías. Að vísu má beygja nafnið eins og Matthías sem öðlast hefur þegnrétt í málinu en þykir samt óhemju ljótt. Messías kann að vera villandi nafn (villuljós) enda um aðeins einn drottinn allsherjar. Beinum við því til foreldranna að nota frekar nafnið Messí sem hentar litla drengnum án ef miklu betur enda betra að líkjast náunga í stuttbuxum en einhverjum löngudánum sem gekk í kirtli (höldum við ...). Messí beygist líka alveg eins og Þorgeir.

4. Skrapa, Tól, Tunga, Lipur 

Nefndinni bárust nokkur nöfn sem hún vill með mikilli gleði samþykkja. Kvenmannsnöfnin, Skrapa, Tól, Tunga og Lipur. Þetta eru ágætisorð og fara vel í munni, lipur í framburði.

Svo áréttum nefndin loks þá stefnu sína að útlendingar eiga ekkert með að halda nöfnum sínum er þeir flytjast hingað til lands. Þeim orðum er líka beint til þýðenda útlendra rita að laga nöfn sögupersóna að íslensku máli. Jesú gæti til dæmis heitið Júlíus og Messías má svo gott sem heita Guðmundur (það er hönd guðs)

Bæ, bæ ... 

Ég held þetta sé í fyrsta sinn sem fundargerð mannanafnamannanefndanefndarinnar berst út enda mikið leyndarmál hvað hún ákveður og hverju hún hafnar. 

Svo hef ég heyrt að örnefnanefnd hafnar firði ... veit ekki meira. 


mbl.is Má ekki heita Messías
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband