Rigningin er ekki vond ...

Hvað gerir maður sem staddur er í gönguferð og það fer að rigna? Jú, hann nemur staðar, lítur til himins og veltir því fyrir sér hvort rigningin ætli að vera langvarandi. Sé svo fer hann í regnheldan jakka og buxur, axlar síðan pokann sinn og heldur áfram.

Hvað gerir fólk sem ekki hefur vanist íslenskri veðráttu þegar'ann byrjar að rigna. Jú, hleypur í skjól og vælir yfir rigningasumri og að veðráttan hér á landi sé ekki eins og á Spáni.

Hér á landi rignir oft. Sumir gera grín að Hornfirðingum og segja að þeir séu með sundfit enda rignir þar oft. Slagviðrisrigningin í Vestmannaeyjum er víðkunn en þar lygnir líka mjög snögglega. Það er ástæðan fyrir því að Eyjamenn eru flestir með flatt nef ...

Vonlaust er að væla út af veðrinu, það breytist ekkert þrátt fyrir vælið. Þar af leiðandi er ekki annað hægt en að sætta sig við veðurlagið rétt eins og forfeður okkar þurftu að gera og taka því sem að höndum ber. Gera þarf gott úr öllu saman og halda áfram.

Rigningin getur verið stórkostlega spennandi. Sérstaklega í góðum félagsskap. Ég hef ferðast mikið og lengi um landið og lent í margvíslegum veðrum. Man hreinlega ekki til þess að rigning hafi nokkurn tímann verið vond, hvað svo sem segir í laginu.


mbl.is „Kvöldið verður gríðarlega blautt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"Þar af leiðandi er ekki annað hægt en að sætta sig við veðurlagið ..."

Eða þá að flytja úr landi og koma ekki aftur. Það ætla ég að gera. Ég hata íslenzka veðráttu, sem ég álít að sé sú versta í heimi, og hef alltaf gert.

En rigning í sjálfri sér er ekki slæm, í öðrum löndum. Ef droparnir eru volgir og það er logn, þá getur rigning verið rómantísk. En hér á landi er rigningin alltaf ísköld og yfirleitt blæs nístingskaldur vindur, líka á sumrin. Eina leiðin til að verjast þessu helvíti er að vera heima hjá sér, sem er leiðinlegt til lengdar, eða ferðast um allt á bíl, sem kostar morðfjár í benzín.

Ég álít einnig að það væri líka heiðarlegt af ferðaþjónustunni að vara þá ferðamenn sem ætla að álpast hingað gegn veðrinu. Að það gæti eyðilagt fríið þeirra hér. Því að bannsetta rigningin hér á ekkert skylt við rigninguna á meginlandinu.

Athugaðu að ég er ekki að væla, ég veit að ekkert er hægt að breyta veðrinu, ég er einungis að lýsa því yfir að ég er búinn að fá nóg og ætla að flytja þangað sem rigningin hæfir mínu skapferli, þ.e. ljúf, létt og hlý.

Austmann,félagasamtök, 5.7.2013 kl. 12:38

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Enginn ætlast til að þú gangir um nakinn. Farðu í Útilíf eða Hagkaup og keyptu þér galla. Hættu svo þessu væli og komdu þér úr landi ef nýju fötin duga ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.7.2013 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband