Marta segir einfaldlega það sem allir eru að tala um

Slattur

Ásýnd borgarinn er einfaldlega slæm, raunar afar slæm. Til undantekninga heyrir sjáist sláttuvél á grænu svæðum borgarinnar. Umferðareyjar eru virðast ekki slegnar. Í gær mátti sjá að slegið hafði verið Miklubrautarmegin á Klambratúni en sláttan fékk að liggja, ekki nokkur maður í hirðingu eða í umsjón með blómabeðum.

Njólastefna borgarinnar er til háborinnar skammar. Og það er ekki aðeins að grænu svæðin láti á sjá heldur er sama með götu borgarinnar. Svo virðist sem ekkert viðhald sé á þeim. Brunnlok á götum skrölta þegar ekið er yfir þau, brotnað hefur víða úr gangstéttarköntum, gangstéttir eru brotnar og lyfting hefur víða skemmt þær.

Borgarstjórnarmeirihlutinn heldur því fram til að fela vangetu sína að svona eigi borgin að vera, hún sé einfaldlega fallegri og náttúrulegri sé gras ekki slegið eða blómabeðum sinnt. Væri þetta viðhorf borgarbúa myndi enginn sinna görðum sínum, leggja vinnu eða hugvit í þá. Þannig er það hins vegar ekki gert.

Fyrir utan vinnustað minn tók einstaklingur sig til og sló næsta nágrenni götunnar . Þetta er ekki óalgengt. Mörgum ofbýður.

Fólk vill að borgin líti vel út, fólk krefst þess. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, á heiður skilinn fyrir að standa upp og segja það fullum fetum sem almenningur talar um og hneykslast á. Okkur á að líða vel í borginni og vera stolt af því sem vel er gert. Því miður vantar talsvert upp á að svo sé.


mbl.is Óska eftir átaki í grasslætti og umhirðu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef nú engan heyrt tala um þetta. Og tveir bloggarar hafa andmælt þessum orðum Mörtu. Hvort er nú rétt? Hvernig eiga menn annars að greina á milli raunveruleikans í þessu og pólitískrar þrasgirni borgarfulltrúa? Ég segi fyrir mig að ég verð að taka orðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisfokksins með fyrirvara alveg eins og ég tek yfirlysingum fulltrúa Bestaflokkins með varúð. Tæki meira mark á yfirlýsingum þeirra sem ekki eru tengdir flokkspólitik, t.d. garðyrkjustjóra eða einhverra. Ég fer um alla borgina á hvejru sumri og hef gert í áravís.  Ég hef ekki tekið eftir því að ástandið hafi vernsað til mikilla muna síðustu ár. Auk þess er ofhirða ekki falleg, þegar t.d. er búið að slá umferðaeyjar niður í kviku svo þær eru gular til að sjá eins og oft hefur verið gert. Búið er að tvíslá blett sem borgin sér um í næsta nágrenni við mig og mér finnst það jafnvel einu um of svo snemma sumars. Mikill gróður er nú í borginni og hún lítur bara vel út, það sem ég hef séð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2013 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband