Maraþonmaðurinn er ekki einhamur

Gunnlaugur Júlíusson er mikill afreksmaður. Í fyrra sinn er ég hljóp milli Landmannalauga og Þórsmerkur frétti ég af því að hann hefði fyrir komið í mark löngu á undan mér, sem kom engum neitt sérstaklega á óvart, en hann hélt áfram, sagðist ætla að „hlaupa sig niður“. Endaði með því að hann hljóp úr Húsadal í Þórsmörk, yfir í Langadal, yfir Krossá, inn í Goðaland og upp á Fimmvörðuháls og hafði þá hlaupið sig passlega niður er hann kom niður að Skógum, örfáum tímum síðar.

Síðar hljóp hann frá Reykjavík til Akureyrar og eflaust margt fleira. Hann er hreinlega ekki einhamur.

Mér er það minnisstætt eftir að hafa lesið reglulega pistla á blogginu hans hversu skynsamur hann er í undirbúningi og æfingum. Mataræðið hefur hann tekið sérstaklega fyrir og æfingarnar eru sérlega stórtækar. Hann á það til að skokka heilt maraþon í undirbúningi fyrir maraþon.

Einu sinni tók hann þátt í rúmlega eitthundrað kílómetra hlaupi á Borgundarhólmi. Hann hafði undirbúið sig vel og reiknað út meðalhraða sem gæfi honum ásættanlega útkomu. Þegar í hlaupið kom fannst honum dálítið óþægilegt að nær allir hlaupararnir tóku fram úr honum í upphafi. Velti þá fyrir sér hvort hann ætti að auka hraðann en ákvað að halda sér við áætlunina. Það reyndist rétt hjá honum og smám saman tók hann fram úr öllum sem höfðu farið fram úr honum í upphafi og endaði í þriðja eða fjórða sæti í hlaupinu. Þessi saga segir dálítið um þennan merka mann.

Nú er hugsanlegt að ég fari út að hlaupa seinnipartinn í dag, taki þá líklega fjóra eða sjö kílómetra og liggi hálfdauður á eftir. 

 


mbl.is „Væri til í tvöfaldan hamborgara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband