Misskilningurinn um aðildarumsóknina að ESB

„Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi.

Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því.

Við erum alls ekki öll sannfærð um að aðild að ESB henti okkur. En við viljum að þjóðin fái að ráða ferðinni. Við viljum klára dæmið.

Þetta segir í texta með undirskriftasöfnun þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram en ekki hætt við þær eins og nýja ríkisstjórnin vill. Mér sýnist að það sé Illugi Jökulsson, rithöfundur, sem standi að þessari undirskriftasöfnun.

Hún byggist á misskilningi. Staðreyndin er einfaldlega sú að þegar sótt er um aðild að ESB er ekki ætlunin að standa í samningaviðræðum. Þess í stað er aðferðarfræðin sú að umsóknarríkið þarf að taka upp í lög, reglur og stjórnsýslu efni 35 tilgreindra kafla sem ESB tilgreinir einhliða. Ekkert annað er rætt.

Þegar kemur að viðræðum milli samninganefnda ESB og Íslands er spurt hver staðan sé í málefni einstaks kafla. Sé Ísland með önnur lög og reglur en ESB þarf að breyta þeim til samræmis, sama á við stjórnsýsluna. Kaflinn er opinn þangað til þessu er lokið, þ.e. breytingarnar hafa tekið gildi hér. Sama á við alla aðra kafla. Viðræðum um kafla lýkur með því að umsóknarríkið samþykkir kröfur ESB að öðrum kosti kemst það ekki í ESB.

Viðræðum er ekki lokið fyrr en Ísland hefur sýnt og sannað að það hefur tekið upp lög, reglur og þá stjórnsýslu sem ESB krefst. Stóridómurinn er ekki stjórnkerfi ESB í Brussel heldur álit allra ríkjanna í sambandinu, hvert ríki fer yfir niðurstöðuna og hana þarf að samþykkja á öllum þjóðþingunum.

Setjum sem svo að staðan sé núna sú að viðræðum um alla kafla samningsins sé lokið, samninganefnd ESB sé sátt og engra frekari breytinga sé þörf hér á landi. Þá er Ísland boðið velkomið í ESB. 

Um leið er ekkert um að kjósa, enginn samningur, nema því aðeins að kjósa eigi um að afturkalla eða breyta lögum, reglum og stjórnsýslu. 

Það sem næst kemst því að vera samningur eru minniháttar undanþágur sem ESB og þjóðþingin kunna að samþykkja að veita aðildarríkinu. Þess vegna heita þessar viðræður aðlögunarviðræður.

Og jafnframt er þessi undirrskriftasöfnun Illuga Jökulssonar byggð á röngum forsendum vegna þess að ekki er um að ræða samningaviðræður heldur einhliða aðgangskröfur ESB sem Ísland þarf að uppfylla. Það er ekki flóknara. 

Þetta er ástæðan fyrir því að í upphafi var það galin ráðstöfun að leggja það ekki undir dóm þjóðarinnar hvort farið yrði í aðlögunarviðræðurnar. Síðustu ríkisstjórn Íslands hentaði að segja ekki rétt frá eðli aðlögunarviðræðnanna heldur kalla þær samningaviðræður. Fjöldi Íslendinga heldur að þannig séu þessar viðræður því þeir vita ekki betur. 

 

 

Til nánari upplýsingar eru kaflarnir 35 sem áður var getið þessir:

1. Free movement of goods

2. Freedom of movement for workers

3. Right of establishment and freedom to provide services

4. Free movement of capital

5. Public procurement

6. Company law

7. Intellectual property law

8. Competition policy

9. Financial services

10. Information society and media

11. Agriculture

12. Food safety, veterinary and phytosanitary policy

13. Fisheries

14. Transport policy

15. Energy

16. Taxation

17. Economic and monetary policy

18. Statistics

19. Social policy and employment

20. Enterprise and industrial policy

21. Trans-European Networks

22. Regional policy and coordination of structural instruments

23. Judiciary and fundamental rights

24. Justice, freedom and security

25. Science and research

26. Education and culture

27. Environment

28. Consumer and health protection

29. Customs union

30. External relations

31. Foreign, security, defence policy

32. Financial control

33. Financial + budgetary provisions

34. Institutions

35. Other issues

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband