Hafir þú rangt fyrir þér verður það aldrei að eilífu bætt

Ólafur

Ásýnd fjölmargra bæa hefur breyst mikið á undanförnum árum. Nú sjá margir eftir gömlu og fallegum húsum sem vikið hafa fyrir sálarlausum steinkumböldum. Sama á við breytingar sem gerðar eru á landslagi.

Manngert landslag tekur nú víða yfir hið náttúrulega. Allt er hægt, tækniþekking og kraftur mannsins flytur fjöll í bókstaflegri merkingu. Og hann vílar ekki fyrir sér að hanna og útbúa risastór vötn, sökkva landi, vegum, bújörðum, sögu landsins og minningum.

Ólafur Sigurjónsson, þekktur ljósmyndari og flugmaður, ritar í Morgunblaðið í morgun eina þá málefnalegustu sem ég hef lesið í langan tíma. Hann ávarpar Harald Einarsson, hinn unga og efnilega þingmann Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og spyr hann á hógværan hátt hvers vegna hann vilji virkja Urriðafoss í Þjórsá.

Haraldur mun hafa sagt þessi merkingaþrungnu orð: „Öll rök hníga að virkjun“. Það grípur Ólafur í Forsæti á lofti og spyr þingmanninn tuttugu spurninga sem tengjast beint og óbeint þessari virkjun og má af þeim ráða að Ólafur sé ekki sáttur við fyrirhugaða virkjun.

Þessar spurningar þykja mér hvað merkilegastar:

Haraldur

11. Veist þú hve miklu af jökulleir L.V. áætlar að dæla árlega upp á bakka Þjórsár?

12. Veist þú að sá sem teiknar Urriðafossstíflu telur sig vita meira um jarðfræði svæðisins en Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sem varað hefur mjög við grunnvatnsbreytingum ef virkjað verður?

13. Veist þú að sömu aðilar eiga verkfræðistofuna sem teiknar virkjunina og að mestu, gerðu áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun?

14. Veist þú að L.V. gerir ekki ráð fyrir stíflurofi við náttúruhamfarir svo sem jarðskjálfta nema hægt og rólega eins og þegar grefur úr vegslóða?

15. Veist þú hve miklu munar á vatnshæðarmælingu L.V. við Skálmholt ef stíflurof verður og svo mælingu óháðra aðila á sama efni?

16. Veist þú að L.V. telur okkur sem búum neðan við væntanlega stíflu öruggari ef virkjað verður, líka íbúa á Urriðafossi?

17. Veist þú að áætlað er að reisa varnargirðingar sem takmarka aðgengi að Þjórsá á vissum svæðum og einnig að setja á upp aðvörunarflautur?

18. Veist þú að meirihluti kjósenda í Flóahreppi skoraði árið 2008 á sveitarstjórn að standa við fyrstu bókun sína um að hafna Urriðafossvirkjun sökum náttúruspjalla?

19. Veist þú að 9 af hverjum 10 landeigendum austan Þjórsár á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar höfnuðu samningum við L.V. með undirskrift sinni?

20. Veist þú um niðurstöður rannsókna Margaret J.Filardo, Ph.D. á lífríki í Columbíaánni í U.S.A. Ána sem L.V. vitnar í um góðan árangur af seiðaveitum?

Virkjunin

Kæri þingmaður minn og sveitungi. Þú hefur nú titlað þig náttúruverndarsinna og nema í umhverfisverkfræði. Ég reikna því með að þú getir svarað flestum þessum spurningum mínum játandi. Ef ekki, skal ég fúslega hjálpa þér.

Í staðinn bið ég þig svo að fræða mig um hver þau eru, öll rök með virkjun sem þú talar um. Ég bið þig af einlægni sem upprennandi stjórnmálamann að hafa það í huga, sem aðskilur sjónarmið okkar enn, svo hafdjúp er á milli. Hafi ég rangt fyrir mér er enginn skaði skeður. En hafir þú rangt fyrir þér verður það aldrei bætt að eilífu.  

Ég varð eiginlega dolfallinn við lesturinn. Hafði greinilega ekki mikið kynnt mér fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Engri af ofangreindum spurningum get ég svarað og bíð því spenntur eftir svörunum frá Ólafi. Dreg þó þá ályktun af samhenginu að þau séu ekki neitt sérstaklega hagstæð virkun.

Hins vegar geri ég ráð fyrir að Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, muni ekki skipta um skoðun hvað virkjun Urritaðfoss varðar. Hins vegar bíð ég engu spenntari eftir svörum hans en vona, rökræðunnar vegna, að hann hlaupist ekki frá spurningunum og svari út í pólitíska hött. 

Góðar myndir af því svæði sem fara mun undir vatn við virkjanir í Þjórsá er að finna á vef Kjartans Péeturs Sigurðssonar, http://photo.blog.is/blog/photo/entry/576326/. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband