Ássskarð og Útilabbshaus

Vandinn með samsett orð er dálítill. Svartahnúksfjöll er mikill fjallabálkur austan við Strút, norðvestan við Mælifellssand. Hvernig skyldi nú manni lánast að segja frá án þess að misbjóða einhverjum, tungumálinu eða skilningi.

Er fallbeygingin þessi? 

Svartahnúksfjöll, Svartahnúksfjöll, Svarthnúksfjöllum, Svartahnúksfjalla

... eða þessi? 

Svartahnúksfjöll, Svörtuhnúksfjöll, Svörtuhnúksfjöllum, Svörtuhnúksfjalla. 

Hvert er eignarfallið af örnefninu Ásskarð? Er það Ásskarðs eða Ássskarðs (Ás, Ás, Ási, Áss)?

Örnefnið Haki er til við Tindfjallajökul og þar er líka Hakaskarð. Þolfallið er auðvitað Hakaskarð enda er Hökuskarð allt annar handleggur ef svo má segja ...

Í Goðalandi, sunnan Þórsmerkur og Krossár, er fallegt fjall sem nefnist Útigönguhöfðu. Margir missegja Útigangshöfði. Er einhver munur á þessum tveimur nöfnum. Nú ganga fæstir á fjöll heldur labba upp á Heklu, Esju eða jafnvel Öræfajökul. Væntanlega mun næsta kynslóð fjallafólks tala um Útilabbshöfða eða Útilabbshaus og labbleiðir. Labb rímar við rabb og það er vel. 

 


mbl.is Skriður í Köldukinn eða Kaldakinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband