Þarf fyllerí að fylgja bjórneyslu

Það væri nú aldeilis gaman ef maður ætti þess kost á að fá sér bjórglas á landsleik. Hver veit nema maður legði á sig að fara á völlinn í stað þess að sitja heima fyrir framan sjónvarpið og horfa á sama leik.

Fyrir tveimur árum sat maður nokkur fyrir aftan mig í stúkunni á Laugardalsvelli og hafði hátt enda raddsterkur með afbrigðum. Talaði við sessunaust sinn eins og hann væri með síma við eyrað og hrópaði af og til hvatningarorð út á völlinn. Öllum var hann til ama sem í kringum hann sátu. Skyndilega birtust tveir drengir, vallarstarfsmenn og hvísluðu einhverju að manninum. Hann ætlaði að gera sig digran en þeir voru ákveðnir. Annað hvort læturðu okkur fá áfengið eða þú ferð út, sögðu þeir.

Þetta endaði með því að maðurinn afhenti pela af einhverjum vökva og horfði á bikarúrslitaleikinn til enda, án mikils hávaða.

Jú, mikið væri nú gaman ef maður gæti fengið sér bjór á vellinum. Vandinn er hins vegar sá að oft fylgir fyllerí bjórneyslu. Getur verið að hægt sé að bjóða upp á áfengi án þess að fyllerí fylgi? Eða þarf maður að velja.


mbl.is Borgin hafnaði fyrstu umsókn um bjórsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta tíðkast erlendis víða án þess að menn kútveltist um ofurölvi. Fyrir ca. 20 árum bjó ég í Portúgal og þá var hægt að kaupa vín og bjór í matvöruverslunum og svo þegar við leigðum íþróttasalinn fyrir fótboltaæfingar var ansi hressandi  að setjast niður með strákunum og fá sér einn kaldann og ræða málin  eftir æfinguna.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband