Ófaglegar ráðningastofur sem fáa þekkja

Vandinn við ráðningarstofur er einfaldlega sá að þær þekkja ekki þá sem eru á skrá. Starfsmennirnir vinna ekki vinnuna sína, líta einungis á skráningu en sjaldnast á þann sem að baki stendur, atvinnuleitandann. Auðveldasta aðferðin í ráðningarferlinu er að safna saman þeim nöfnum sem hafa „réttar“ skráningar í tölvunni, grisja þau og boða svo í viðtal. Síðan er gefinn út hár reikningur rétt eins og vinnan hafi verið ofboðsleg.

Aldrei, aldrei nokkurn tímann eru reynt að komast að raun um hvers konar persónur standa að baki skráninganna, lunderni, þekkingu eða annað sem að gagni má koma. Þess í stað er einungis litið á menntun. Afar sjaldgæft er sá sem er á skrá sé kallaður í viðtal og reynt að kynnast honum með djúpu viðtali. Það gerist ekki nema í tengslum við ráðningu. Þess vegna er óhætt að fullyrða að ráðningastofur séu frekar ófaglegar og einungis markaðssettar fyrir fyrirtæki og stofnanir en ekkert horft til þeirra sem eru á skrá. Þeir mæta afgangi þó endanlegt markmið sé að finna hæfan starfskraft.

Versta ráðningastofan að mínu mati er Capacent. Hún gerir ekkert, snýr fýlulega upp á sig ef reynt er að vekja athygli á göllum í ráðningaferli. Helsta ráðið er að þegja atvinnuleitandann í hel og ef hann gerir athugasemdir þá er hann einfaldlega settur í frysti. Þetta þekki ég persónulega og ekki síður af fjölmörgum umsögnum fólks sem ég tek mikið mark á. Hagvangur þarf einnig að taka sig á.

Ég myndi hugsa mig afar vel um áður en ég notfæri mér aðstoð svona fyrirtækja við að ráða starfsfólk. 


mbl.is Hausaveiðar í íslensku atvinnulífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Þarna er ég sannarlega sammála þér félagi. Ég hef nokkurra ára reynslu af þessum ráðningastöfum. Og þú hefur rétt fyrir þér varðandi Capacent. Það er snobbráðningastofa. Til að þjóna þeim sem minni menntun hafa stofnðu þeir aðra ráðningastofu sem heitir vinna.is.

Ráðningastofurnar flokka út það fólk sem ekki passar inn að þeirra mati. Horfa fyrst og fremst á kennitöluna og síðan kynið. Í mínu tilviki er mér hent út í fyrstu flokkun, því ég er orðinn 50+.

Það þarf að setja þessum stofum ákveðnar starfsreglur til að fá að kalla sig ráðningastofur.

Marinó Óskar Gíslason, 5.5.2013 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband