Brettið upp ermarnar og farið að vinna

Ég veit nákvæmlega hvernig landið liggur í stjórnmálum á Íslandi. Hef fylgst með stefnumörkun og kosningabaráttu flokkanna fyrir kosningarnar. Þess vegna þurfti hvorki ég né flestir aðrir landsmenn að ræða við formennina til að átta mig á því hvað gera þarf.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er án efa betur gefinn en ég og hefur því án efa haft einhverjar ástæður fyrir þessu valhoppi sínum, viðræðum við litlu flokkanna. Þær hafa þó ekki leitt til annars en stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, rétt eins og við landsmenn vonuðust eftir að yrði reyndin þegar Sigmundur gekk út úr húsi á Bessastöðum.

Og fyrst að þessi niðurstaða er loksins komin í lífi formannsins, þá vona flestir að hann hætti að tvístíga og þeir Bjarni einhendi sér í að mynda ríkisstjórn.

Þjóðin hefur með vaxandi óhugnaði þurft að horfa upp á síðustu ríkisstjórn klúðra málum. Nú er nóg komið. Við þurfum menn sem bretta upp ermarnar og vinna vinnuna sína fyrir fólkið í landinu. Hinir mega bara eiga sig. 


mbl.is Í viðræður við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bíðum nú aðeins við. Á seinasta kjörtímabili gerðist þetta eftir hrunið sem ríksstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks olli:

Hallarekstru ríkissjóð fór úr 14% niður fyrir 1%.

Atvinnuleyis minnkaði um helming í stað þess að tvöfaldast eins og allt stefndi í.

Hreinu og kláru gjaldþrolti ríkissjóðs var afstýr þrátt fyrir gjaldþrot Seðlabanka Íslands undir stjórn Davíðs Oddsonar.

Verðbólga fór úr 18,6% í undir 4%.

Stýrivextir fóru úr 18% í 6%.

Ef þetta er að "klúðra málum" þá bið ég um að málum verði áfram klúðrað.

Í bæklingi sem Sjálfstæðiflokkurinn dreifði í hús kvöldið fyrir kjördag röluðu þeir um að breyta um stefnu. Því miður hefur niðurstaða kosninganna orðið þannig að sennilega verður þessari stefnu breytt. Allavega er ljóst að ef kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins verða efnd þá mun hallarekstur ríkissóðs aukast stórlega. Það mun auka verulega lántökur ríkissjóðs á sama markaði og fyrirtæki sækja sér lánsfé til atvinnuskapandi fjárfestinga og því verður minna eftir til þess. Sú mikla eftirspurn eftir lánsfrá sem kemur frá ríkinu mun hækka vexti til mikils tjóns fyrir skuldug fyrirtæki og heimili.

Niðurstaðan verður aukin skuldasöfnun ríkisins sem ásamt hækkuðum vöxtum mun auka verulega vaxtakostnað ríkisins sem nú þegar nemur einum sjötta af tekjum hans. Þetta mun líka leiða til meiri vanda fyrir skuldug heimili og fyrirtæki sem mun fjölga gjaþdþrotum þeirra. Allt þetta mun síðan leiða til meira atvinnuleysis en ef skynsamlega verður haldið á málum. En til þess þurfa aðrir en Sjálfstæðisflokkur að koma að stjórn landsins.

Sigurður M Grétarsson, 5.5.2013 kl. 09:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrunið átti sér stað á vakt XD og Samfylkingar.  Það er því skökk stjórn sem kölluð er hrunstjórn.

Hins vegar átti hrunið sér langan aðdraganda.  Það hófst með EES samningnum sem útheimti einkavæðingu bankanna tveggja, Lands- og Búnaðar-.   Íslandsbanki var alltaf einkabanki.

En það var ekki fyrr en eftir einkavæðinguna sem útrásarprinsarnir fengu frítt spil - og hófu  gagnkvæmar leikfléttur. 

Einkavæðingin misheppnaðist því það var lögð of mikil áhersla á "kjölfesta" sem reyndust verri en enginn.

Best hefði samt verið ef þessu EES ákvæði  hefði verið hafnað af Alþingi á sínum tíma.

Kolbrún Hilmars, 5.5.2013 kl. 14:35

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að það var þegar orðið of seint að afstýra hruni árið 2006. Í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í máli Geirs Haarde kom fram að það var jafnvel enn fyrr orðið of seint. Þær stjórnvaldsaðgerðir og aðgerðarleysi sem olli hruninu var kom því til löngu áður en Samfylkingin kom í stjórnarráðið. Það er því ekki verið að kalla skakka stjórn hrunstjórn þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru kallaðir hrunflokkarnir.

Það er einnig röng fullyrðing að EES samningurinn hafi útheimt einkavæðingu bankanna. Það er ekkiert sem bannar ríkisbanka í ESB reglum. Einkavæðingin var því ekki vegna EES samningsins heldur vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þurftu að koma bönkunum í hendur flokksgæðinga. Sá gjörningur var Spilling með stóru essi. Það er sú gerð sem á stærstan þátt í hruninu en til viðbótar mjög svo takmarkaðar reglur og eftirlit með fjármálastarfsemi hér á landi á vakt Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta hefði því alveg eins átt sér stað þó við hefðum ekki gerst aðilar að EES samningum.

Sigurður M Grétarsson, 5.5.2013 kl. 17:30

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er svo rangt hjá þér, nafni minn. Hrunið var afleiðing af ráðstöfunum sem eigendur bankanna og stjórnendur þeirra eru ábyrgir fyrir. Stjórnvöldum er ekki hægt að kenna um þau mál né heldur þá lánsfjárkreppu sem allar lánastofnanir í Evrópu og Ameríku stóðu frammi fyrir á þessum tíma. Þú þarft líka að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu bankanna, þú hefur ekki gert það. Ég kannast ekki við að eigendur bankanna hafi verið flokksgæðingar, að minnsta kosti ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hafi það verið markmiðið voru margir aðrir Sjálfstæðismenn betur fallnir til að reka banka en Björgólfur og félagar. Þetta er einfaldlega heimskuleg fullyrðing sem engin rök standa að baki. EES samningurinn kom þessu máli ekkert við, hvorki til eða frá.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2013 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband