Þjóðin hafnar hinum háværa stjórnlagaráðsmanni

Hinum hávaðasama stjórnlagaráðsmanni sem hæst hefur hrópað um lýðræði, nýja stjórnarskrá og uppnefnt flokka til hægri og vinstri verður að öllum líkindum sparkað, ef marka má skoðanakannanir. Og farið á afturenda Þorvaldar Gylfasonar er frá þjóðinni, hún vill ekki sjá hann á þing.

Sumir munu segja að farið hafi fé betra. Mitt álit er hins vegar það að margir verri menn hafi verið á þingi en Þorvaldur sem þó eru engin rök fyrir því að þjóðin endurskoði ákvörðun sína.


mbl.is Vilja bæta lífeyrisþegum skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hafi stjórnlagaráð, á einhverjum tímapunkti verið góð hugmynd, varð hún það ekki lengur með Þorvald innanborðs. Annar eins evrópusambandshrokagikkur og hann er, á hann sennilega stóran þátt í því hve andúð almennings á sambandinu er mikil. Hann er holdgerfingur skrímslisins sem allt vill éta og slær hvergi af í atlögu sinni að lýðræði og sjálfstæði þjóða yfir eigin málum. Farið hefur fé betra er rétt skilgreining, en þetta fé skilur það aldrei.

Halldór Egill Guðnason, 27.4.2013 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband