Ég styð Sjálfstæðisflokkinn

„Orð skulu standa,“ segir á forsíðu Fréttablaðsins og standa þau yfir myndum af formönnum helstu stjórnmálaflokka landsins, þeirra á meðal formanna Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þær breytingar hafa orðið í íslenskum stjórnmálum að nú verður fylgst grannt með efndum á kosningaloforðum stjórnmálaflokkanna, ekki bara þeirra sem verða í ríkisstjórn.

Framar öllu verður fylgst með efndum á stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og hann miskunnarlaust borinn saman við loforð flokkanna sem munu standa að honum.

Ég hef trú á að Sjálfstæðisflokkurinn standi við sitt um eflingu atvinnulífsins, leysa skuldavanda heimilanna og koma í veg fyrir inngöngu landsins í ESB. Orð skulu þar standa.

Ég kaus rétt eftir klukkan hálf tíu í morgun, merkti ex við dé. Ég skora á þá sem þetta lesa að gera slíkt hið sama, kjósa Sjálfstæðisflokkinn og draga það ekki að fara á kjörstað. Kjósa snemma. 


mbl.is „Þetta verður dagur breytinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband