Kjósendur eru sammála um mikilvægustu kosningamálin

KönnunÚt um allt land eru kjósendur nokkurn veginn sammála um þau mál sem skipta mestu fyrir komandi kosningar. Samkvæmt mjög skilmerkilegum upplýsingum í Morgunblaðinu í morgun eru mikilvægustu málaflokkarnir þessir:

 

  1. Skuldamál heimilanna 66%
  2. Heilbrigðismál, 55%
  3. Atvinnumál, 43%
  4. Skattamál, 26%
  5. Evrópumál, 20%
  6. Stjórnarskrármál, 16%
  7. Menntamál, 14%
  8. Sjávarútvegsmál, 11%
  9. Umhverfismál, 9%
  10. Samgöngumál, 8%
  11. Byggðamál, 7%

 

Hvaða skilaboð eru þetta frá kjósendum til stjórnmálaflokka? Jú, þau eru einföld. Fólk kýs samkvæmt hagsmunum sínum. Svo einfalt er það. Kjósendur er stærsti hagsmunahópurinn. Í öllum kjördæmum eru áherslur fólks hinar sömu. Og áherslur kynjanna eru hin sömu í meginatriðum þó konur leggi mun meiri áherslu á skuldamálin og heilbrigðismálin.

Fjöldi mætra manna hefur haldið því fram að skuldamál heimilanna skipti engu. Allt sé í raun komið í höfn, aðeins lítill hluti fólks, ca. 10%, eigi í vanda. Þetta er alrangt. Líklega upp undir þriðjungur heimila eiga í verulegum vanda. Gagnslaust því fram að skuldamálin séu leyst eða það sé ekki hægt að leysa þau, vandinn er engu að síður til staðar. Það hlýtur að vera erfitt að vera í stjórnmálum og neita að viðurkenna þetta.

Heilbrigðismálin skipta miklu enda hefur verið mikið rætt um þau á undanförnum misserum, launahækkun forstjóra Landsspítalans, uppsagnir hjúkrunarfræðingar, fjárhagsvanda Landspítalans og heilsugæslur og spítala á landsbyggðinni.

Og svo eru það atvinnumálin. Hvernig skyldi nú standa á því að tæpur helmingur kjósenda skuli nefna þau? Jú, vegna þess að atvinnuleysi er ekki 5%, það er miklu hærra. Dulið atvinnuleysi, fólk sem kemst einfaldlega ekki á atvinnuleysisskrá vegna þess að það var með rekstur utan um starf sitt, fólk sem beinilínis var hrakið í skóla af því að það átti ekki annars úrkosta. Já, ég segi hrakið. Fólk á að fá að velja. Það er engin blessun í því fólgin að ríkisvaldið hreki fólk frá einum stað í annan. Og svo er það fólk sem hrakið var úr landi vegna þess að það missti vinnuna hér á landi eða sá sitt óvænna vegna skuldamála, skattamála eða annars.

Önnur mál skipta miklu eins og skattamál og Evrópumál. Merkilegt er þó að svokallað stjórnarskrármál skuli ekki vera hærra á listanum. Ástæðan er einföld. Við erum með stjórnarskrá, hún er ágæt en það eru önnur mál sem eru mikilvægari.

Athygli vekur að fráfarandi ríkisstjórn hefur vanrækt flesta af málaflokkunum ellefu eða gert svo lítið að ekkert gagn hefur verið af. Um margt er gríðarlegur ágreiningur vegna aðkomu ríkisstjórnarinnar sem vaðið hefur um sviðið eins og fíll í postulínsbúð. Nefnum bara Heilbrigðismálin, Evrópumálin, stjórnarskrármálið, sjávarútvegsmálin og umhverfismálin.

Eftir tíu daga verða kosningar. Spörkum ríkisstjórninni. Ryðjum ruddunum í VG og Samfylkingunni út af þingi og kjósum eftir hagsmunum almennings.

Sjálfur mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn enda er hann eini flokkurinn sem pottþétt mun ekki standa að myndun vinstri stjórnar. Þar að auki hefur hann lagt áherslu á þau mál sem skipta mestu samkvæmt ofangreindu. Ég skora á skynsamt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband