Og allt bara fjórflokknum að kenna ...

Reglurnar eru mjög flóknar og ruglingslegar enda samdar af fjórflokknum sem hefur verið við völd hér á landi síðastliðin 97 ár með misgóðum árangri. 

Þvílíkt bull er ekki ofangreint. Þetta er röksemdafærsla Guðmundar F. Jónssonar, formanns Hægri grænna, fyrir því að vera ekki á kjörskrá. Þetta er ekki sannfærandi.

Maðurinn fellur í þá gryfju að kenna einhverjum öðrum um hrakningar sínar. Hann er ekki á kjörskrá og getur því ekki boðið sig fram.

Af orðum hans má skilja að mannvonska ein ráði því að hann fái ekki að bjóða sig fram og það sé fjórum stjórnmálaflokkum að kanna. Auðvitað er þetta tóm vitleysa hjá manninum. Hvort sem reglur um kjörgengi eru réttlátar eða ekki þá gerði hann sig sekan um stórkostleg mistök. Eftir langvarandi dvöl erlendis og búsetu þar lét hann hjálagt að kanna stöðu sína eins og flestir myndu nú gera.

Þetta mælir nú ekki með manninum né heldur stjórnmálaflokknum hans. Er ekki líklegt að verk hans í stjórnmálum munu bera merki álíka fljótfærni? Er honum í raun treystandi fyrst hann klikkaði á grundvallaratriði? Mun hann halda áfram að kenna einhverjum öðrum um mistök sín eða flokksins? 


mbl.is „Íslenskt ríkisfang dugar ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er greinilegt að maðurinn er ekki nógu vel að sér í þeim reglum sem gilda. Þessu hefði verið hægt að komast hjá með því að kynna sér reglurnar.

Kv. Steinmar

Steinmar Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband