Er óendanleg refsing fyrir glæp réttlætanleg?

Ofbeldi má ekki að líðast. Þess vegna láta stofnanir þjóðfélagsins til sín taka þegar einn beitir annan ofbeldi. Lögregla rannsakar, saksóknari ákærir og dómstóll dæmir samkvæmt framkomnum gögnum. Ofbeldismaðurinn fær venjulega réttláta refsingu byggða á lögum.

Vandinn við ofbeldi er tvískiptur. Annars vegar sá sem snýr að þolandanum. Til er að hann jafni sig aldrei á því, beri jafnvel líkamleg merki þess. Í mörgum tilvikum skiptir litlu máli þó gerandanum sé refsað, sálrænu og líkamlegu afleiðingarnar þolandans breytast alls ekkert við það.

Hins vegar snýr vandinn að gerandanum. Oft er hlýtur það að vera þannig að sá sem gerist sekur um glæp og er refsað sér að sér, gerist betri maður og brýtur ekki framar af sér gegn nokkrum manni.

Óháð máli þess sem nauðgaði stúlku á Húsavík, velti ég því fyrir mér hvort lífið geti nokkurn tímann haldið eðlilega áfram fyrir þann sem gerst hefur sekur um glæp.

Ég velti því einnig fyrir mér hversu viðurstyggilegt það er þegar hluti af samfélagi tekur til varna fyrir þann sem brýtur af sér eða ræðast gegn fórnarlambinu.

Dómstóll götunnar er afskaplega lélegur og hlutdrægur og hefur sjaldnast rétt fyrir sér. Miklu betur fer á því að stofnanir samfélagsins taki á ofbeldinu.

Svo virðist sem almenningur eigi auðvelt sé að spana upp einhverja samúð með málstað sem þó fæstir þekkja til hlítar.

Um leið er hægt að byggja upp samúð með þolanda ofbeldis þá fær gerandinn á sig aðra refsingu, allt er rifjað upp og honum kann enn á ný gert kannski ómögulegt að halda áfram með líf sitt.

Auðvitað eru svona mál flókin og erfið. Svo er það svo óskaplega auðvelt að taka afstöðu og gera hlutina svarta og hvíta. Glæpur sé ekkert annað en glæpur og sekur maður skal með reglulegu millibili látinn rifja upp sekt sína. Og skyndilega er gerandinn orðinn þolandi og samfélagið orðið að geranda. Enginn friður fyrir stöðugri hefnd.

Munum samt að samkvæmt gildum sem flestir hallast að þá er fyrirgefningin afar mikilvæg og grundvöllur þess að samfélagið helst saman. 

Með þessum orðum mínum er ég ekki að taka aðra afstöðu til nauðgunarmálsins á Húsavík árið 1999. Ég geri enga frekari fyrirvara, þekki ekki til málsatvika að öðru leyti en þeirra sem birst hafa í fjölmiðlum.

Mér finnst samt að stundum eigi fólk að líta í eigin barm og spyrja sig hvenær nóg sé komið. 

Svo má einnig spyrja af hvaða hvötum fólk dæmir heilt bæjarfélag vegna aðgerða mikils minnihluta bæjarbúa.


mbl.is Prestar eiga ekki að leita sátta í ofbeldismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Prestarnir trúa því að óendanlegar refsingar séu réttlætanlegar, þeir trúa á helvíti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2013 kl. 15:51

2 Smámynd: Anna Guðný

Hef eitthvað mikið verið að velta þessu fyrir mér Sigurður. Og sannast best í þeirri athugasemd hér á undan mér þar sem allir prestar eru settir í hóp með örfáum heittrúuðum.

Anna Guðný , 10.4.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband