Hlutlausi álitsgjafinn í framboð

Svanur Kristjánsson er einn þekktasti stjórnmálaskýrandi þjóðarinnar og var um árabil félagi í Samfylkingunni. Á sínum tíma var hann orðaður við formannsembættið í þeim flokki.

Svona er umfjöllunin á pressan.is. Rétt eins og Svanur þessi sé einhver þungavigtarmaður í stjórnmálum. Síðast þegar ég vissi var maðurinn bara kallaður til þegar Ríkisútvarpið þurfti að fá einhvern álitsgjafa í stjórnmálafræði til að leggja áherslu á gæði fréttaflutningsins.

Svanur var nú yfirleitt heldur skakkur í greiningu sinni og fer því vel að hann haldi slíkum málflutningi áfram fyrir opnum tjöldum. Varla verður hann kallaður aftur í hlutlausa álitsgjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er nú bara alveg eftir bókinni hjá hinum ramm hlutdrægu fréttamiðlum Eyjunni og RÚV.

Allur þeirra spuni, daginn út og inn snýst um að það eitt að auglýsa og og poppa upp þennan ólistuga Samfylkingargraut.

Einmitt af því að svo fáir vilja þennan glundroða af diski Árna Páls, þá eru bara lagðir á borð fleiri diskar til þess að bera fram þennan sama óæta grautarspón á fleiri grautar diskum.

Til þess eins að rugla fólk í ríminu - því að hjá þessu liði þá helgar illur tilgangurinn alltaf ESB-meðalið og þá ólyfjan sem í grautnum er.

Gunnlaugur I., 22.3.2013 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband